17.2.2007 | 17:45
Fjórtán ára dóttir ! Þarf nýrra módel !
Í gær varð einkadóttirin 14 ára. Úff ! Tíminn flýgur ! Fyrsti kærastinn er skammt undan... argh argh. Við fórum út að borða í tilefninu á Ítalíu og áttum þar frábæra stund með fjölskyldu pabba hennar, Svanhildi systur og Guðlaugu dóttur hennar. Þessa helgi er ég að passa guðdóttur mína, Eyrúnu, sem er varð einmitt 5 mánaða í gær. Margir myndu telja að maður myndi prísa sig sælan að eiga svona gamalt barn eftir að prófa aftur að annast um lítið kríli. En áhrifin eru þveröfug. Mig langar bara í annað barn, takk fyrir ! Þessi litla mús er búin að hrista ærlega upp í eggjastokkunum á mér Nú vantar bara sjálfboðaliða til að redda mér nýrra módeli Meðfylgjandi er mynd af Eyrúnu í stuði, er það furða að maður bráðni ??
Athugasemdir
Sagði ekki spákona við þig að þú myndir eignast mann og barn um svipað leyti og dóttir þín fermdist? Nú ertu búin að redda barni (Eyrúnu) og bara gæinn eftir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 19:52
Yndisleg guðdóttir! Hver stenst svona fallegt bros?
Guðrún Eggertsdóttir, 17.2.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.