15.2.2007 | 10:26
Stofnfundur SUR
Í gær var haldinn stofnfundur SUR - Starfsmannafélags Umhverfissviðs. Ég var göbbuð til þess að vera fundarstjóri á þessari samkomu sem ég samþykkti (þó ég reyndi að koma mér undan með því að gera mér upp tíu mismunandi hitabeltissjúkdóma - var ekki trúað). Mér lukkaðist að stýra fundinum með stæl, enda var nú aldrei gert ráð fyrir því að þetta væri átakafundur
Það er gott framtak að farið hafi verið í að stofna þetta félag og það verður án efa til þess að auðga félagslíf sviðsins í heild.
Athugasemdir
Nýttir þú þér ekki valdið á einhvern skelfilegan hátt? Það hefði verið kúl!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 18:28
Reyndi að nýta mér það til að draga menn á tálar en það virkaði ekki. Greinilega ekki nógu sexý staða
Svava S. Steinars, 15.2.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.