Pirringur dagsins !

Ef ţađ er eitthvađ sem ég ekki ţoli ţá eru ţađ símhringingar frá ótal líknarfélögum sem reyna ađ pranga inn á mig geisladiskum, bókum eđa öđru drasli.  Mađur ţarf ađ hlusta á langa og hjartnćma rćđu um málstađinn og á svo ađ borga tvöfalt verđ fyrir eitthvađ sem manni langar ekkert í.  Sama gildir um gíróseđla sem dreift er í öll hús sem međ fylgir eitthvađ dót s.s. jólakort eđa eitthvađ í ţeim stíl.  Ţetta pirrar mig mjög mikiđ, ţarna er reynt ađ höfđa til samvisku fólks - ekki ferđu ađ nota jólakortin án ţess ađ borga ?  Og ekki hendir ţú bara fínum jólakortum ónotuđum ?  Nýjasti anginn af ţessu er ţegar svokallađir "valkrćfir" gíróseđlar dúkka upp í heimabankanum.  Ótrúleg frekja !  Allt í einu er ţarna einhver reikningur sem mađur kannast ekkert viđ og ţegar veriđ er ađ haka viđ langan lista af reikningum sem á ađ borga er auđvelt ađ ruglast og kippa honum međ.  Ţađ gladdi mig ţví ađ sjá ţessa frétt á mbl.is um ađ búiđ sé ađ kvarta til talsmanns neytenda og hann sé farinn ađ kanna máliđ. Mér finnst ţetta átrođningur, ef ég vil styrkja líknarfélög vil ég gera ţađ međ ţví ađ greiđa inn á reikning viđkomandi félags.  Ţá er enginn símasölukostnađur, prentkostnađur á auglýsingamiđum, gíroseđlum og jólakortum.  Og ţá er enginn ađ trođa sér inn í heimabankann minn í ţeirri von ađ ég óvart borgi reikninginn ţeirra.  Einu kröfurnar sem eiga ađ vera í mínum heimabanka eru ţćr sem ég hef stofnađ til sjálf.  Og hananú !


mbl.is Greiđsluseđlar sendir í heimabankann án ţess ađ vara sé pöntuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann H.

Hvađ er heimabanki??

Jóhann H., 4.2.2007 kl. 03:49

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Sammála.  Ég hef einmitt tekiđ eftir ţessu endalausa áreiti frá hinum ýmsu líknarfélögum hérna heima.  Ég flutti heim frá Danmörku s.l. ár eftir 9 ár og var bara búin ađ gleyma hvernig ţetta er hérna.  Ég fékk einmitt send jólakort međ gíróseđli og ég hafđi enga samvisku í ađ nota ţau ţar sem ég ćtlađi ekki ađ borga fyrir ţau, svo ţau enduđu í ruslinu eftir jól.  

Hins vegar styrki ég góđgerđarstarfsemi, er styrktarforeldri fyrir barn í afríku og fleira, en ég vil sjálf fá ađ velja hvađ ég styrki...og hana nú!!

SigrúnSveitó, 4.2.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Ég haka viđ ţetta allt sem rusl og fleygi ... en lenti samt í ţví ađ vera tvírukkuđ um áskrift ađ DV. Vinnan mín á ađ borga áskriftina en ţeir rukkuđu mig líka, ormarnir! 

Fattađi ţetta einmitt ţegar ég kíkti í heimabankann minn! Best ađ gera ţađ núna á eftir til öryggis. Segi yfirleitt nei ţegar grátiđ er í síma viđ mig en samt hef ég séđ rukkun ţótt ekki hafi ég fengiđ vćmnu og viđbjóđslegu plötuna sem átti ađ vera agniđ ... arrrgggggg! 

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 14:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband