Þann 3.-8. mars sl. fór ég í ferð til Edinborgar á vegum Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa. Tilgangurinn var að heimsækja Edinburgh City Council og SEPA, skosku umhverfisstofnunina og kynna okkur hvað þessar stofnanir eru að gera í heilbrigðiseftirlits og umhverfismálum. Við flugum á Glasgow og tókum lest til Edinborgar. Fyrstu 2 næturnar gisti ég á hóteli með öllum hinum en síðan gisti ég hjá Gunnellu vinkonu og fjölskyldu næstu 3. Ferðin var alveg frábær. Vel var tekið á móti okkur hjá báðum stofnununum, frábær fræðsla og boðið upp á hádegisverð og SEPA meira að segja keyrði okkur aftur heim á hótel
Svo var auðvitað kíkt á pöbbana á kvöldin og farið að borða á góðum veitingastöðum. Við borðuðum öll saman á föstudagskvöldinu, en hópurinn taldi 21, þar af 18 sem voru í fræðsluferðinni og 3 makar. Staðurinn sem við fórum á heitir Kushis og er indverskur veitingastaður. Maturinn var hreint frábær, stemningin æðisleg og allir ánægðir eftir kvöldið. Um helgina tóku við skoðunarferðir um borgina með Gunnellu sem að sjálfsögðu er hinn besti leiðsögumaður
Við skoðuðum kirkjugarða, söfn og skemmtilega staði - og að sjálfsögðu var öl haft um hönd. Ég flaug svo heim frá Glasgow mándudaginn 8. mars, ánægð og sæl eftir góða ferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.