Færsluflokkur: Bloggar

Hilda og Loðmundur

Kósítími hjá Hildu og Loðmundi Wink

Hilda og Loðmundur

Sætastur


Vetrarblóm við Kleifarvatn og margæsir á Álftanesi

Á hverju ári fer Steinka systir að Kleifarvatni til að skoða fyrsta vorboðann í plönturíkinu, vetrarblóminVetrarblóm við Kleifarvatn.  Undanfarin ár hef ég skelt mér með henni og í dag fórum við þangað með Steingrím og Freyju.  Við vorum ekki svikin, um alla kletta blómstruðuMargæsir á túni við Bessastaði vetrarblómin í vorhretinu.  Það fyllir mann alltaf af bjartsýni og gleði að sjá þessi bleiku blóm.  Tveir fýlar sátu uppi á syllu og rifust og skömmuðust yfir nærveru okkar þarna en við létum þá ekki trufla okkur og ljósmynduðum hverja blómaþúfuna á eftir Steinka fær koss frá Mattaannarri.  Fyrsti sumardagurinn var ansi kaldur svo við flúðum fljótlega inn í bílinn aftur.  Við ákváðum svo að skella okkur út á Álftanes í bakaleiðinni í von um að sjá nokkrar margæsir.  Þær reyndust verða aðeins fleiri en nokkrar.  Fyrst sáum við risahóp rétt við Bessastaði.  Síðan sáum við fleiri á sundi lengra úti á nesinu.  Loks keyrðum við hinumegin á nesið og sáum þar fjöldann allan af gæsum rétt við veginn!!  Við vorum ekkert smá ánægðar með þetta systur.  Ekki var verra að við sáum nokkra skarfa, lóm, duggendur, skúfendur, bjartmáf og fjöldann allan af grágæsum og æðarfuglum.  Ferðinni lauk í eldhúsi Steinku yfir kaffi og yndislegri súkkulaðiköku.  Frábær dagur í góðum félagsskap LoL


Spilasumarbústaðarferð

Gigassone!Um síðustu helgi fór spilaklúbburinn saman í sumarbústað og það var 100% mæting :)  Reyndar var 120% mæting, Gaman í pottinumAron hennar Bjargar og Bryndís Huld hennar Maríu voru með LoL  Ekki þótti mér það verra.  Við spiluðum og spiluðuml, knúsuðum börn, slökuðum á í pottinum og BORÐUÐUM!!  Já, það voru margar kaloríur innbyrtar þessa Bryndís Huld sundbolagellahelgi!  Aðalveislan var á laugardagskvöldið, þá elduðum við lambalæri með the works.  Silla bjó til dásamlega piparsósu og svo var tonn af meðlæti til að hafa Björg í stuðimeð kjötinu sem að sjálfsögðu var algert æði.  Það er gaman að fara í bústað með góðum kokkum.  Litlu krílin voru bara ljúf og góð, tók nokkrar mínútur að venjast þessum skrítnu kerlum en svo voru þau bara með í fjörinu.  Hér eru nokkrar myndir frá góðri helgi.

 

 

Gærur í svörtum bolum


Tvöfalt fertugsafmæli :)

VeislufönginÁ skírdag varð hún Magnea vinkona fertug.  Haraldur maðurinn hennar náði þeim áfanga í marsbyrjun og þau Afmælisbarnið og Aronákváðu að fagna saman = áttræðisafmæli Smile  Það þarf vart að taka fram að veitingarnar í veislunni voru æðislegar og gestirnir afar ánægðir.  Afmælisbörnin voru í góðu stuði og fengu margt góðra gjafa.  Það var fullt af krílum að knúsa þarna fyrripartinn líka.  Æðislegt.  Um kvöldið var Sæt kúridýrsvo fullorðinspartí með fullt af eldvatni og fjöri.  Ég óska þeim hjónum enn og aftur til hamingju og þakka kærlega fyrir góða veislu.  Hlakka til tvöfalda fimmtugsafmælisins Wink


Ástsjúkar kanínur!

Er að passa 2 kvenkanínur.  Þær eru til allrar lukku í búri, annars veit ég ekki hvernig þetta hefði farið.  Elsku litli kanínukarlinn minn er að deyja úr ást og hringsólar fyrir utan búrið þeirra daginn út og inn.  Þess á milli hoppar hann og skoppar eins og unglingur um stofuna.  Kerlurnar æða í hringi með látum inni í búrinu og troða trýninu út milli rimlana til þess að þefa af Casanova.  Mikið af hormónum í loftinu !  Hér er mynd af ástsjúku kanínunum LoL

Kanínuást


Gráhegrar, selir og fleira :)

Freyja buslar við StokkseyriHelgin var í alla staði frábær.  Á laugardaginn fór ég með Steinku og Gumma í fuglaskoðun út á Álftanes.  Fyrst sáum við ekki marga fugla en fundum svo tjörn með hávellum, toppöndum, skúföndum, rauðhöfðaöndum, duggöndum og ýmsu fleira.  Þegar við stóðum þarna rétt Annar gráhegrinnvið fjöruna skaust haus upp úr sjónum.  Þar var kominn forvitinn selur að kíkja á okkur.  Freyja var steinhissa á þessu, sérstaklega þegar selurinn lét sig hverfa undir yfirborðið, erfitt fyrir hund að skilja Tounge   Eftir að hafa synt um nokkra stund barði selurinn sporðinum niður og stökk svo alveg upp úr vatninu í flottum boga eins og höfrungur!  Ég hef aldrei séð sel gera þetta fyrr !  Mjööög gaman, þarf vart að taka fram.  Laugardagskvöldinu eyddi ég svo í spilamennsku með Júllu vinkonu og fékk þar dásamlega skyrtertu.  Mmmmmmmm Grin   Á sunnudeginum skelli ég mér aftur með þeim hjónum í fuglaskoðun og í þetta sinn fórum við á Suðurlandið.  Fórum í fjöruna við Stokkseyri og sáum þar Vorið að koma í fjörunafeita seli í sólbaði og flottar toppendur.  Allsstaðar á svæðinu voru álftir á tjörnum og lækjum, gæsir voru einnig áberandi á túnum og í móum.  Á Soginu við Þrastalund sáum við svo straumendur sem reyndar flúðu fljótt en gaman að hafa náð að sjá þær.  Á bakaleiðinni ákváðum við að fara aðeins upp að Elliðavatni.  Fyrst sáum við lítið af fugli en síðan beindi ég kíkinum á einn tanga sem stóð út í vatnið.  Þar stóð eitt stykki gráhegri!!!  Við urðum öll feikiglöð að sjá þennan flækingsfugl og reyndum að komast nær.  Við Gummi óðum út í mýri í von um að ná mynd af honum.  Meðan við vorum að vaða í blautri mýrinni kom annar hegri fljúgandi og lenti skammt frá hinum!!  Bara frábært !! Við komumst það nálægt að ég gat séð þá mjög vel í kíkinum.  Því miður er myndavélin mín ekki sérlega góð í að taka svona fjarlægðarmyndir svo ég fékk aðeins afar grófkornóttar myndir en samt er hægt að greina að þetta er hegri LoL   Þvílík sæluhelgi fyrir fuglanörd !

Pósað í eftirliti

soltun 009soltun 010

Loðmundur hamstur hámar í sig vöfflu

Loðmundur að gúffa í sig

Helen systir 47 ára í dag - til hamingju :D

Magga krullugellaHelen systir á afmæli í dag og stefndi fjölskyldunni allri í afmæliskaffi.  Við Steingrímur skelltum okkur auðvitað í fjörið.  Fengum nýbakaðar vöfflur og súkkulaðiköku, Arna súkkulaðigrís :)mmmmm.  Það var ansi mikill hávaði á staðnum enda yngstu fjölskyldumeðlimirnir, þau Arna Rún, Óli og Steinar öll á staðnum.  Helen var svo gáfuð að draga fram hvern hávaðavaldinn á fætur öðrum, lítil útvörp, Óli hámar í sig vöfflurymjandi björn og galandi kökukrukku.  Argh!  Við systur notuðum auðvitað tækifærið og skröbbluðum fyrst við vorum nú allar á staðnum.  Það er skemmst frá því að segja að sú besta vann, sem er auðvitað hún elsku ég, múahahahhahahah !  Lokaði meðSteinar sætilíus :) því að klára alla 7 stafina og fá 50 bónusstig. Lífið er yndislegt stundum LoL   Hér með fylgja myndir frá veislunni góðu.

Aron rúsína :)

aron 005Björg vinkona kom í heimsókn um daginn með Aron son sinn.  Þessi sæti snúlli heillaði alla upp úr skónum og auðvitað notuðum við tækifærið og ljósmynduðum gaurinn.  aron 002Hér með deili ég myndunum með ykkur LoL

 

 

 

aron 004


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband