Gullbarnið

Hilda Margrét keppti á Bikarkeppni 16 ára og yngri á Sauðarkróki á laugardaginn.  Að vanda stóð hún sig vel og hreppti gullið í hástökkinu !  Bætti sig líka um 3 cm LoL   ÍR stóð sig vel, var í öðru sæti á mótinu.  Nánari upplýsingar um árangur ÍR eru hér.  Það var þreytt en ánægð stúlka sem ég sótti við ÍR heimilið um kvöldið, en þau fóru s.s. fram og til baka frá Sauðárkróki sama dag.  Strembinn dagur! 

Halta hænan

HahaahUndanfarna daga hafa lappirnar verið óvenju stífar og ég haltrað um á sérstaklega aðlaðandi máta.  Bleeeh!  Sjóðandi heitt bað, íbúfen og nudd hefur ekki dugað til að laga þetta.  Er nú að hugsa um að saga fæturnar af rétt fyrir ofan ökklana og fá mér gervifætur frá Össuri.  Held svei mér þá að það væri betra!  Stefni á sund og þjálfun til að reyna að laga kroppinn.  Er að pæla í Pilates, ætti að henta mér.  Vona að þetta skáni sem fyrst, er alltaf að ganga utan í fólk og hluti því ég geng skakkt þegar ég haltra svona.  Er virkilega eðlilegt að þurfa 2 tilraunir til að hitta á klósettdyrnar?  Jæja, heitt bað bíður. 


Svanhildur systir 40 ára !!!

Svanhildur með SteinarHún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Svanhilduuuuuur, hún á afmæli í dag!  Já, hún systir mín hefur nú lifað í heil 40 ár.  36 af þeim hef ég fylgt henni og hefur það oft á tíðum verið gaman.  En reyndar líka stundum pirrandi og jafnvel óþolandi LoL   Eins og t.d. þegar hún át súkkulaði úr mínu jóladagatali.  Eða gabbaði mig fram í símann og þegar ég tók tólið var enginn þar.  Hún lærði fljótt að treysta ekki litlu systur og setti hár á hurðarhúninn til að vita hvort ég hefði laumast inn í herbergið hennar þegar hún var ekki heima. ´En jafnvel án slíkra hjálpartækja náði hún jafnan að greina hvort ég hefði litið á hennar eigur, eða kannski bara hugsað um þær.  Ógleymanlegar eru bíóferðirnar þar sem hlátur hennar tryggði okkur athygli annarra bíógesta og oft fylgdu hverjum góðum brandara 3 hláturöldur þar sem salurinn hélt áfram að hlæja með henni. Ahhh, minningarnar streyma að... Til hamingju gamla hræ, dettu í pæ eins og Magga systir segir svo oft í visku sinni !

Skjaldbakan slappar af á steini

Inspector Clouseau slappar af í sólinni

Langt síðan síðast !

Þjófafoss í ÞjórsáJæja, ágúst að verða liðinn og enginn tími til að blogga !  Á leiðinni upp að HrafntinnuskeriJakob vinur minn frá Danmörku var hér í heimsókn frá 14.-19. ágúst og ég brunaði með hann út um allar trissur að sýna honum hina ástkæru Ísafold.  Honum þótti mikið til koma en hápunkturinn var án efa ferð með Júllu og Matta í jeppa upp að Hrafntinnuskeri og Landmannalaugum.  Honum fannst við íslendingar ansi bjartsýn að kalla það vegi sem við keyrðum eftir Smile   Svo frá 22.-29. ágúst var ég á hugleiðsluhlédragi (retreat) í Skálholti.  Hinn heimsþekkti Leifar íshellisins við Hrafntinnuskerhugleiðslukennari Rob Nairn kenndi okkur og var alveg einstakt að fá tækifæri til að njóta visku hans.  Hugleitt  var frá því kl. 7 á morgnanna til 9 á kvöldin!  Og mmm, borðað mikið af góðum mat Tounge   Ég kom aftur sæl og södd í dag, með hugarró og frið í hjarta.  Nú er Steingrímur litli stuðningsbarnið mitt hjá mér og sefur sætt inni í rúmi.  Best að skella sér inn til hans að kúra!  Nokkrar myndir fylgja frá ferðalögunum með Jakob!

Ferðalag með Steinku

Hilda lyftir steini við KleifarvatnSíðustu helgi skrapp ég í ferðalag með Steinku systur.  Við stoppuðum m.a. við Kleifarvatn og skoðuðum þar klett sem stóð út í vatninu.  Við sáum þar appelsínugul blóm og okkur til undrunar uxu þar eldliljur !  Hilda óð út í klettinn og klifraði upp og náði í sönnunargögnin.  Hver hefði trúað því að eldlilHilda sækir eldlilju í klett7jur yxu þarna?  Gaman að vita hvort einhver plantaði þessu eða þetta er vindborið.  Veit ekki, hef samt á tilfinningunni að einhver hafi sáð þessu þarna.  Gaman að skoða klettana við Kleifarvatn!

 


Unglingalandsmót 2008

Við mæðgur eyddum verslunarmannahelginni á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn.  Veðrið hefði mátt vera beHilda í fjörunni við Þorlákshöfntra en við fengum amk frábært veður á föstudaginn.  Hilda stóð sig með prýði þó Brimið skellur á klettunumhún næði ekki verðlaunasæti og má vera vel sátt við árangurinn.  Svo voru kvöldvökur þar sem hljómsveitir léku fyrir dansi, brenna og flugeldasýning.  Ég skemmti mér við að skoða skemmtilegar klettamyndanir við ströndina og við að horfa á brimið sem er stórfenglegt á þessum slóðum.  Brennan sem var á laugardagskvöldinu reddaði mér alveg, var orðin ansi köld og hrakin.  Ég stóð nálægt bálinu og sneri mér reglulega við svo ég steiktist jafnt á báðum hliðum.  Afar notarlegt. Á sunnudaginn var ég svo stálheppin að rekast á Sonju vinkonu og fjölskyldu og eyddi með þeim kvöldinu meðan einkadóttirin skemmti sér með félögunum.  Mótinu lauk með glæsilegri flugeldasýningu og svo brunuðum við mæðgur í bæinn í grenjandi rigningu og sofnuðum vært í eigin rúmum.  Unglingalandsmót eru frábær skemmtun þar sem stemningin er góð, ekkert fyllerí og læti og þegar fólk heldur á brott skilur það eftir hreint og snyrtilegt svæði.  Þetta var mitt þriðja unglingalandsmót en fjórða fyrir Hildu, hún fór í fyrra með pabba sínum til Hafnar í Hornafirði.  Við höfðum það fínt í tjaldinu okkar mæðgur, enda hélt það vel þrátt fyrir rok og rigningu.  Eina vesenið var uppblásna dýnan mín sem smá saman lak úr á hverri nóttu svo alltaf þurfti að pumpa hana upp fyrir svefninn GetLost   Svo lenti ég aðeins í slagsmálum við nýja ferðagasgrillið en eftir Brennan góðablóð, svita og tár kom ég því í gagnið - án þess að sprengja sjálfa mig í loft upp.  Verður að teljast plús !  Ég læt fylgja myndir frá helginni.

Gleði og gaman í góðri grillveislu

Litli Steinar og stóri SteinarMagga systir bauð allri fjölskyldunni í grillveislu síðasta Slappað af eftir matinnföstudag.  Nær allir mættu, aðeins Atli og Helen Laufey voru fjarri góðu gamni.  Boðið var upp á grilluð lambalæri með dásamlegu meðlæti sem mismunandi fjölskyldumeðlimir lögðu til og að sjálfsögðu var ís í eftirmat LoL   Reyndar rákumst við á fleiri ættingja þar sem Bjössi frændi býr í kjallaranum og var einmitt að leggja af stað í útilegu þegar gestirnir komu.  Linda systir hans birtist svo óvænt og þótti ansi gaman að geta heilsað upp á nær Legið á meltunnialla fjölskylduna á einu bretti.  Stjarna dagsins var litli Steinar sem varð þriggja ára þennan dag og gekk stoltur um með ruslabílinn sem hann fékk í afmælisgjöf.  Þetta var frábær veisla og ég get ekki beðið eftir næstu fjölskylduveislu.  Kannski að það verði afmælisveisla þeirra bræðra? 

Bjarni Jóhann megakrútt

Hjá mömmu sinni :)Ég brá mér í heimsókn til Helgu og Halldórs í gær gagngert til að hitta fyrir herramanninn Bjarna Jóhann son þeirra.  Var samt kurteis og spjallaði við þau líka LoL   Hann vaknaði Hjá pabba sínumum leið og ég kom og hélt uppi góðri stemningu meðan á heimsókninni stóð.  Ekki fer á milli mála að drengurinn hefur erft arnfránt heilbrigðisfulltrúaaugnaráð mömmu sinnar Tounge   Annars má sjá sitt lítið frá hvoru foreldri í drengum.  Ég fékk fullt af brosum og verð að segja að eggjastokkarnir hristust all harkalega þegar ég sat með Sleeping beautymegakrúttið í fanginu!  Hér eru nokkrar myndir af þessum fríða unga manniInLove

Heima á ný eftir frábæra ferð

Tyrklandsferðin er nú á enda og við Hilda komnar heim á klakann.  Þetta var frábær ferð í alla staði Ég að synda í Eyjahafinuog full af ævintýrum.  Marmaris er afar snyrtilegur og huggulegur ferðamannastaður og mæli ég hiklaust með honum.  Tyrkir veita góða þjónustu, elda góðan mat og tala allir ensku.  Hótelið okkar var mjög fínt og var ekkert sem varpaði skugga á dvölina þar.  Eins og fyrr var sagt frá hitti ég sel í Gökova flóa, eftir googleleit tel ég nú víst að um selinn Badem sé að ræða sem oft heimsækir ferðamenn og leikur við þá eftir að hafa vanist mönnum þegar henni var bjargað frá dauða sem kópur.  Badem er munkaselur en þeir eru í útrýmingarhættu í Miðjarðarhafi og Eyjahafi.  Svo var það jarðskjálftinn góði, það var nú upplifun!  Manni stóð ekki alveg á sama þar sem maður treystir kannski ekki byggingum í Tyrklandi eins vel og hér á landi.  Skjálftinn var álíka sterkur í Marmaris og síðasti Suðurlandsskjálfti var hér í Reykjavík.  Bara gaman svona eftir á !  Ég fór með Guðlaugu og Hildu í 2 daga skoðunarferð til fornborgarinnar Efesus og náttúruundursins Pamukkale.  Það var afar gaman að skoða Efesus sem er ótrúlega vel varðveitt.  Aðeins er búið að grafa upp um 35% af svæðinu svoMósaík önd á götu í Efesus fleiri hlutir bíða uppgötvunar.  Þarna var m.a. að sjá 45 þúsund manna leikhús, mósaíkgötu, bókasafn og leifar vændishúss.  Í vændishúsinu mátti sjá ælubrunn þar sem rómverskir svallarar fóru til að kasta upp svo hægt væri að halda áfram að troða sig út af mat og víni!  Sama dag fórum við einnig og skoðuðum hús þar sem María mey á að hafa eytt sínum síðustu dögum.  Hmmm, hef mínar efasemdir... En hvað um það, gaman að kíkja á þetta og við Hilda drukkum úr helgum lindum sem þarna eru og verðum því hér eftir heilbrigðar, hamingjusamar og á framabraut Wink   Daginn eftir skoðuðum við Pamukkale eða Bómullarfjallið.  Það er heil fjallshlíð sem er þakin kalkútfellingum en kalkið kemur úr heitu jarðvatni sem kemur upp frá 600 m dýpi og flæðir þarna yfir.  Staðurinn er á heimsminjaskrá og var gætt af vörðum sem flautuðu reiðilega á fólk ef það fór inn á bannsvæði.  Allir urðu að vera berfættir inni á svæðinu til að vernda hinn einstaka hvíta lit.  Þetta var dásamlega Hilda í Pamukkalefallegt, leit út eins og bómull eða snjór.  Hefði ekki vilja missa af því að sjá þetta.  Við skoðuðum líka fornborgina Hierapolis sem er fyrir ofan Pamukkale.  Í þessari tveggja daga ferð keyrðum við 784 km !  Við vorum því þreyttar þegar við komum aftur til Marmaris.  Við Hilda skelltum okkur svo í köfun daginn áður en við fórum heim.  Það var frábært - eftir að ég komst yfir ofsahræðslu sem greip mig í byrjun!  Hilda kafaði eins og herforingi en lenti í því að vera bitin af múrenu !  Það var æðislegt að sjá fiska í öllumAlmenningssalerni í Efesus regnbogans litum, risakuðung, svampa, burstaorma skríðandi á steinum og allskyns smákvikindi.  Á eftir að prófa þetta aftur !!  En allt gaman tekur enda og við komum heim á miðnætti þann 22.  Sælar eftir góða ferð en það er nú alltaf Óli og Ninni í Gökovasiglingugott að koma heim aftur.  Sakna samt Efes Pilsen vinar míns....Skál!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband