Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 00:31
Helga sæta bumbulína :)
Það var spilakvöld heima hjá Helgu vinkonu á mánudagskveldið. Við vorum nú ekki bara að spila, heldur nutum þess að skoða fullt af pínuponsu litlum fötum og öðru barnadóti sem Helga er búin að viða að sér. Ooooooo, eggjahristingur!! Helga er orðin afar myndarleg enda aðeins um hálfur mánuður eftir !! Spennan eykst, er þetta stelpa eða strákur ? Eitt er víst, það verður annaðhvort Læt fylgja með myndir af bumbulínunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 22:30
Leitin að brimkatlinum - æsispennandi saga
Bloggar | Breytt 28.4.2008 kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 23:12
Hahah, fyrir þá sem elska að hata CSI Miami
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 23:04
Nýjustu klessufréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 23:01
Málverk komið á vegginn :)
Jæja, fína nýja málverkið mitt er komið á vegginn. Innanhúsarkitektinn minn og þúsundþjalasmiðurinn Sif kom og boraði fyrir nagla á veggnum, svo var myndin hengd upp með viðhöfn :) Sif var afar fagmannleg við verkið og ótrúlega kynþokkafull. Nú á ég tvær myndir eftir hann Nilla (Jóhannes Níels Sigurðsson), þið getið séð fleiri eftir hann hér. Hér eru svo myndir af málverkunum og Sif í action. Sú með hestunum er sú nýja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 00:08
Svimadýrið Svava
Undanfarnar 3 vikur hef ég verið að kljást við fremur hvimleiðan kvilla. Mig svimar ef ég beygi mig niður, einnig ef ég ligg út af og sný mér yfir á aðra hvora hliðina. Sérstaklega er þetta slæmt þegar ég sný mér til hægri. Orsökin er hressileg vöðvabólga í öxlum og hálsi. Þessu hafa fylgt nokkrar sjóntruflanir, sumar ansi athyglisverðar. Eins og stóri bletturinn með litríku brúnunum sem ég hélt áfram að sjá með lokuð augun. Og einu sinni sá ég í móðu með hægra auganu meðan allt gekk í bylgjum í hinu. Aðrar skemmtilegar aukaverkanir eru smellir í eyrum og lömun hægri handarinnar sem til allrar lukku stóð bara í sólarhring. Ég hringdi auðvitað um leið og fór að bera á þessu og reyndi að fá tíma í sjúkraþjálfun. Ég fékk tíma 2. apríl - 2 og hálfri viku frá pöntunardegi. Er ekki hægt að fá tíma fyrr, ég er mjög slæm, vældi ég við símastúlkuna. Það eru allir mjög slæmir, svaraði hún þurrlega og þar við sat. Í gær byrjaði loksins þjálfunin og í fyrstu snöggversnaði mér. Síðan fékk ég annan tíma í morgun og þá varð ég hreinlega svo slæm að ég hélt ég myndi líða út af. Hálftíma eftir tímann heyrðist "plop" í hægra eyranu og skyndilega heyrði ég mun betur ! Var s.s. búin að vera með hellu fyrir eyranu í 3 vikur án þess að átta mig á því! Í kjölfarið leið mér líka miklu betur. Að vísu hefur smá svimi komið aftur í kvöld en þetta er allt á réttri leið. Það verður sko haldið partí daginn sem mér batnar af þessum andskota ! Plíng! Örbylgjuofninn kallar, þarf að sækja grjónapúðann fyrir axlirnar :) Góðar stundir :
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 13:09
Riðurrif
Riðurrif hamlaði rannsókn á eldsupptökum
en ég býst við því að mbl leiðrétti það nú fljótlega. Æ hvað þarf lítið til að gleðja mann, svona er maður einföld (og barnaleg) sál.
Niðurrif hamlaði rannsókn á eldsupptökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)