Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Það er komið að því ! Flug eftir 8 klst !!!

Það er bara komið að þessu !!  Við fljúgum til Amsterdam eftir aðeins 8 klst. LoL   Þegar fólk verður að skríða á fætur í fyrramálið mun ég sitja yfir einum ísköldum úti í Leifsstöð.  Tah dah í bili, myndir og ferðasaga síðar !!  Kem heim á miðnætti 30. september.  Adios !

Stjörnuspá - hvað eru þeir eiginlega að spá ??

Rak augun í stjörnuspá vatnsberans fyrir daginn í dag á mbl.is.  Hún hljóðar svo: Vatnsberi: Skrýtnar tilfinningar læðast að þér á furðulegustu augablikum. Þú hræðist þær ekki, heldur ertu meðvitaðri um þær. Þú eiginlega horfir á sjálfan þig lifa. Halló !!  Er ég sú eina sem finnst þessi texti vera óskiljanlegur ??  Þætti mjög gaman að vita hver sér um þetta fyrir mbl.  Væntanlega er sá aðili einhversstaðar á lokaðri stofnun Shocking

Brussel eftir 2 daga !

Í flotta eldhúsinu hennar ElluJæja, enn ein helgin liðin.  Time really flies when you're having fun Wink   Steingrímur litli var hjá mér um helgina og erum við búin að þvælast saman í flísabúðir og Ikea.  Held það sé að skríða saman allt með þetta blessaða baðherbergi - er að klára að taka ákvarðanir um þetta allt.  Úff !  Svo er bara að fá einhvern til að framkvæma verkið.  Pirringur helgarinnar er tvíþættur - komst að því að ofninn minn virkar ekki (já, húsmóðir dauðans var ekki búin að kveikja á ofninum þessa 2 mánuði síðan hún fékk íbúðina) og númer 2, eldhúskraninn fór að leka aftur !!! ARGH !  Vona að þessu fari nú að ljúka !  Hápunktur helgarinnar var dásamlegt matarboð hjá Ellu vinkonu í Ytri-Njarðvík.  Nýja húsið hennar er glæsilegt og maturinn var æði.  Humarsúpa í forrétt og ofnbakaður kjúklingaréttur í aðalrétt.  Við átum allar yfir okkur og lágum afvelta það sem eftir var kvöldsins. Tounge  Eins og alltaf þegar gengið kemur saman var mikið slúðrað, spjallað og hlegið.  Okkur til undrunar sáum við svo skútu bruna fram hjá í lögreglufylgd eftir Reykjanesbrautinni.  Var þar komin smyglskútan fræga frá Fáskrúðsfirði.  Smá aksjón til að koma meltingunni af stað Smile   Takk fyrir frábært kvöld Ella og Helgi !  En nú eru það 2 vinnudagar sem þarf að þreyja - svo verður brunað út á völl og íhaí !!  Brussel here I come !

Brussel nálgast !!

brussels09Þ.e.a.s. borgin er ekki að koma nær, en ferðin til Brussel nálgast Cool   12 heilbrigðisfulltrúar (að vísu einn fyrrverandi) fara saman til að kynna sér stjórnsýslu á sveitastjórnarstiginu hjá Evrópusambandinu.  Hljómar þetta ekki spennandi í ykkar huga ?  En ef ég bæti við belgísku konfekti, nóg af bjór og móttöku að loknum fyrirlestrum, verður þetta ekki aðeins betra ? W00t   Við fljúgum út til Amsterdam næsta miðvikudag (hluti hópsins) og tökum lest þaðan til Brussel.  Við eigum víst að halda fast í töskurnar í þeirri ferð, lestirnar eru vinsælir veiðistaðir þjófa ! Fimmtudag og föstudag eru fyrirlestrar, laugardagurinn frjáls.  Við fljúgum svo frá Brussel eldsnemma á sunnudagsmorgun yfir til London.  Hálfur dagur til að versla í London, svo flogið heim kl. 21 um kvöldið.  Við munum gista á hóteli í miðborginni og verðum því stutt frá því helsta sem er þar að sjá og skoða.  Get ekki beðið, þetta verður stuuuð !  Svo 12. október er næsta ferð, skemmtiferð til Búdapest með Júllu vinkonu !  Meira um það síðar LoL

Svona lít ég út þegar búið er að Simpson-era mig :-)

your_imageSimpsonerið ykkur líka hér !

Barnahelgi

Börn voru þema helgarinnar.  Föstudagskveldinu eyddi ég reyndar með Magneu vinkonu við að klára að þrífa og tæma gömlu íbúðina hennar.  Svo miklu skemmtilegra en að vera heima og taka upp úr eigin kössum...  Á laugardaginn sá ég svo nýju frænku mína í fyrsta skipti.  Umrædd frænka er dóttir Atla, systursonar míns, og þurfti ég að slást við hóp af brjáluðum ættingjum áður en ég náði að fá að halda á henni.  Foreldrarnir buðu nefnilega í opið hús til að leyfa öllum að koma og skoða gripinn.  Enginn var svikinn af því að sjá dömuna, hún Svava litla er gullfalleg (já, ég ætla sko að sannfæra foreldrana um að Svava sé eina rétta nafnið !).  Á sunnudaginn var Eyrún hennar Sifjar eins árs og var þá mikið um dýrðir.  Litla stúlkan fékk hrúgu af gjöfum en var frekar ligeglad yfir því öllu saman.  Ef einhver fannst sem nennti að labba með henni um húsið var hún ánægð.  Var ferlega fyndið að sjá hana bisa við að skríða í sparikjólnum, hann flæktist bara fyrir og pirraði hana.  Skapmikil kona hún guðdóttir mín Smile   Ekki má svo gleyma samvistum sem ég átti við þá frændur mína Óla og Steinar, en þá hitti ég bæði laugardag og sunnudag, mér til mikillar ánægju.  Verið er að venja Óla af bleyju, mömmu hans til minni ánægju enda fylgir óvissan um hvar næsti pissupollur eigi eftir að dúkka upp.  Stundum er alveg ágætt að eiga 14 ára barn LoL   En nú er best að fara að lúra, þarf að hitta fullorðið fólk í vinnunni á morgun og best að vera refreshed !

Í vinnunni er gaman...

egadkikjaarusl


Ég er hætt að rata heim !! Algjör sveppur !

aug07 014Jahérna.  Held að stressið í vinnunni hafi loks náð til mín og steikt heilann.  Fyrst ein leiðrétting: ég gleymdi einu landi - hef komið til 24 landa !!  (25 ef við teljum Álandseyjar með !).  Sko hvað ég er gleymin !  Hvað um það.  Ég brunaði úr vinnunni í gær beint í Bónus í Holtagörðum.  Þar dundaði ég mér hamingjusöm við matarinnkaup og keyrði svo alsæl eftir Sæbrautinni, spennt að komast heim í afslappelsi og maula hneturnar sem ég keypti mér.  Áfram keyrði ég, týnd í eigin heimi.  Þegar ég rankaði næst við mér var ég að renna í hlað á Skúlagötu 19 - AFTUR.  Ójá gott fólk, ég var komin aftur í vinnuna !! Mér tókst að keyra fram hjá tveimur stöðum sem ég hefði getað beygt upp til að komast heim.  Trallalalalala !  Ég bakkaði út af planinu aftur, nett vandræðaleg og keyrði með galopin augu og vakandi huga heim í Skipholtið.  Maður er nú orðinn ansi slæmur er maður kemst ekki lengur heim til sín !!  Annað merki um hve illa farinn maður er - ég var í mínu öðru örorkumati um daginn.  Í þetta sinn var það vinstri löppin sem var skoðuð í bak og fyrir.  Eftir að hafa sveiflað málbandinu í nokkra stund tilkynnti læknirinn að vinstri löppin væri 2,7 cm minni í ummáli - vöðvamassinn þar s.s. svona miklu rýrari.  Það er umtalsvert, sagði hann, og horfði á mig þýðingamiklu augnaráði.  Ég er búin að horfa á lappirnar og sé engan mun.  Oh well.  Nú vona ég að tryggingarnar borgi mér nokkrar krónur því ég ætla að versla villt með Magneu vinkonu þegar við stoppum í London í lok mánaðarins.  Jamm, land nr. 25 (ef maður sleppir Álandseyjum audda) verður nefnilega Belgía með stuttu stoppi í London Englandi.  Brussel þann 26. september !!  Styttist í fjörið !  Meira um það síðar, best að fara að lúra !

Lönd sem ég hef heimsótt - orðin 23 !


create your own visited countries map or vertaling Duits Nederlands

Muaahahhahaha

pondus3


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband