Afmæli, afmæli, ennþá fleiri afmæli :)

Doddi afmælisdrengurFélagslíf mitt þessa dagana virðist einskorðast við það að mæta í barnaafmæli.  Þann 5. september átti Arna Rún, dóttir Atla frænda míns, afmæli og boðið var til veislu hjá Helen systur. Daman varð tveggja ára. Afmælisbarnið var í banastuði að vanda, skipaði pabba sínum fram og til baka og naut athyglinnar í botn LoL  Í gær fór ég svo ásamt Steingrími í afmæli hjá Dodda, syni Kristínar Önnu vinkonu, sem varð tveggja ára þann 11. september.  Dodda þótti nóg um öll lætin í afmælinu, heimtaði bara jarðarber og vildi fá lestina sem skreytti afmæliskökuna.  Það urðu svo mikil vonbrigði þegar hann fékk hana í hendurnar og hún var ekkert skemmtileg.  Seinna í veislunni var hann kominn í betra skap og sýndi mér allt dótið í herberginu sínu Smile  Alger megamús.  Í dag fór ég svo í afmæli hjá guðdóttur minni, henni Eyrúnu dóttur Sifjar vinkonu. sætar systur hjálpast að við pakkana Hún varð þriggja ára þann 16. september.  Við Steingrímur mættum hress á staðinn og nutum góðra veitinga.  Allt var fullt af litlum börnum og afmælisbarnið þeyttist fram og til baka með gjafirnar, sem fyrir einhverja furðulega tilviljun virtust allar vera bleikar Tounge  Það var reyndar svo gaman að Steingrímur ætlaði ekki að vilja fara úr partíinu.  Varð að lokum að draga hann út!  Verð að segja það, barnaafmæli eru skemmtileg, þarf samt að fara að gera eitthvað með fullorðnum líka !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband