Sunnudagsbíltúr upp í Kjós og á Þingvelli

Doddi skoðar risaboltaKristín vinkona kom með Dodda son sin í heimsókn í morgun.  Hún kom með góðgæti handa okkur Steingrími, Öxará séð frá brúnnibrauð með túnfiskssalati og gómsætt vínarbrauð, ekki slæm byrjun á deginum.  Svo settumst við upp í bílinn og héldum í sunnudagsbíltúr.  Við keyrðum fyrst upp í Kjós og stoppuðum þar og skoðuðum litla sveitakirkju á Reynivöllum.  Doddi litli sá hvítu rúllubaggana á túni við kirkjuna og var ekkert smá glaður, hélt þetta væru risastórir boltar.  Honum tókst þó ekki að bifa þeim en honum fannst frábært að skoðað þá.  Svo keyrðum við yfir á Þingvelli og skoðuðum (ásamt fjölda annarra forvitinna) rústirnar af Valhöll.  Frekar sorglegt að sjá þetta.  Veðrið á Þingvöllum var Steingrímur chillar á brúnni yfir Öxaráalveg einstakt, það var svo heitt að það var eins og maður væri í hitabeltinu.  Við fórum svo niður að ánni og sáum gæsir og stokkönd með unga.  Töltum svo að kirkjunni en það var athöfn þar í gangi svo við gátum ekki skoðað hana.  Við kíktum aðeins á gamla kirkjugarðinn en svo fór ég til að ná í bílinn svo strákarnir þyrftu ekki labba alla leið til baka.  Ég ætlaði aðeins að bakka bílnum inn á göngustíginn svo við trufluðum ekki umferðina meðan við værum að setja strákana í bílinn.  Nema hvað... ég fór næstum ooof langt!  Ég var næstum búin að enda ofan í Öxará.  Hefði verið alveg dæmigerð ég... Duuuu!  Mér tókst að koma okkur lifandi í bæinn og við enduðum á rjómapönnukökum heima hjá Kristínu.  Mmmmm, ekki slæmt.  Frábær helgi að baki !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litla sveitakirkju, Svava???  ehhehhehe

Kristín Anna (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æðislegar myndir og meiri háttar gaurar.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.7.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband