19.7.2009 | 22:23
Dásamleg sigling um Breiđafjörđinn
Í gćr fórum viđ Hilda ásamt Steingrími, Krístínu vinkonu og krökkunum hennar, ţeim Dodda og Helgu, í siglingu um Breiđafjörđ. Viđ lögđum í hann kl. 11 og brunuđum upp á Snćfellsnes. Veđriđ var frábćrt og ţegar viđ komum ađ höfninni á Stykkishólmi var steikjandi hiti. Viđ settumst öll saman viđ gömlu húsin viđ höfnina og borđuđum nesti áđur en fariđ var í bátinn. Steingrímur reyndi ađ stinga af en var alltaf veiddur aftur
Svo fórum viđ í bátinn og lögđum í hann. Viđ sátum úti alla ferđina enda yndislegt veđur. Viđ skođuđum nokkrar eyjar, sumar međ fallegu stuđlabergi og allar međ iđandi fuglalífi. Viđ sáum lunda, skarfa, teistur, ritur og fýla en hápunkturinn var ţegar viđ sáum haförn međ einn unga á einni eyjunni. Ekkert smá flottur
Steingrímur skemmti sér konunglega og hló glađlega stóran hluta ferđarinnar. Svo var hent út litlum plógi og dreginn upp slatti af hörpudisk og ígulkerjum. Ég hakkađi í mig hráan hörpudisk en Kristín vinkona sagđi pass, hehe. Ég fór í svona ferđ fyrir 7 árum, sú ferđ var líka frábćr en veđriđ var enn betra núna. Viđ brunuđum svo aftur í bćinn, sćl eftir frábćran dag. Lítill Steingrímur steinsofnađi um leiđ og ég lagđi hann á koddann! Hér eru nokkrar myndir frá deginum
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.