
Helen systir á afmæli í dag og stefndi fjölskyldunni allri í afmæliskaffi. Við Steingrímur skelltum okkur auðvitað í fjörið. Fengum nýbakaðar vöfflur og súkkulaðiköku,

mmmmm. Það var ansi mikill hávaði á staðnum enda yngstu fjölskyldumeðlimirnir, þau Arna Rún, Óli og Steinar öll á staðnum. Helen var svo gáfuð að draga fram hvern hávaðavaldinn á fætur öðrum, lítil útvörp,

rymjandi björn og galandi kökukrukku. Argh! Við systur notuðum auðvitað tækifærið og skröbbluðum fyrst við vorum nú allar á staðnum. Það er skemmst frá því að segja að sú besta vann, sem er auðvitað hún elsku ég, múahahahhahahah ! Lokaði með

því að klára alla 7 stafina og fá 50 bónusstig. Lífið er yndislegt stundum

Hér með fylgja myndir frá veislunni góðu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.