17.11.2008 | 01:06
Að vera Bond, eða ekki Bond
Fór áðan með ástkærri dóttur minni og föður hennar að sjá Bond í lúxussalnum í Smárabíó. Myndin var fín spennu og hasarmynd - en ekki Bond mynd. Partur af Bond upplifuninni að mínu mati er kaldhæðni húmorinn og sniðug tæki. Hvorugt var til staðar í þessari mynd. Ef aðalhetjan hefði heitið Sven Larsen hefðu væntingarnar verið aðrar og myndin slegið í gegn. En ég vil hafa minn Bond aðeins hefðbundnari. Daniel Craig var samt flottur, það vantaði ekkert upp á það
Gaman að splæsa á sig miða í lúxussal af og til, afar þægileg bíóferð. Vona að næsta Bond mynd hitti á rétt tóninn.
Athugasemdir
Ég er sammála þér. Ég saknaði einmitt þess sama.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.