Spil, gönguferð og fjölskyldusamkoma :)

Fjaran í FlekkuvíkÞá er enn ein helgin liðin og ég ligg sæl og ánægð með kanínunni uppi í rúmi.  Svo skemmtilega vildi til að ég fékk tvö tækifæri til að svala spilafíkn minni.  Á föstudagskvöldiðEinn af flottu steinunum sem var of þungur fór ég til Júllu og afhenti henni afmælisgjöfina - sem var auðvitað viðbót við Carcassone.  Þetta þýddi að sjálfsögðu að við "neyddumst" til að spila Cacassone 2x.  Svo á laugardagskvöldið var fundur hjá spilaklúbbnum í tilefni þess að Mrs. Merrí, sparisjóðsfrú par excellance frá Ólafsfirði, var stödd í bænum og til í tuskið Tounge  Fundað var heima hjá Helgu og voru einu vonbrigði kvöldsins sú að Bjarni Jóhann litli var sofnaður (búhú).  Það kemur væntanlega fáum á óvart að við spiluðum Carcassone (neeeeei??).  3 grunnspil og uppáhaldsviðbæturnar.  Eldhúsborðið hennar Helgu rétt dugði LoL  Síðan klykktum við út með því að Arna uppi á borðikenna Maríu nýjasta æðið okkar, Bohnanza.  Hún varð ástfangin af baununum eins og við og enginn vafi á því að hún verður til í að grípa í þetta spil aftur.  Spilaklúbburinn plottar nú að hittast fyrir norðan eftir áramót, ég get ekki beðið Grin  Alltaf frábært að hitta þessar elskur, alveg endurnærandi.  Annað tíðindavert frá laugardeginum er að ég er kannski búin að finna flísar fyrir baðherbergið ! Spennan eykst..  Eins og svo oft áður virðist vera nóg að Gengið alltfara með Sif vinkonu í búðir, þá gerist eitthvað !  Meira seinna um það mál eftir því sem það skýrist...  Á sunnudaginn fór ég svo í göngutúr með Steinku systur og Freyju.  Við fórum í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd.  Höfum verið þar áður og heilluðumst af stórum steinum í fjörunni sem sjórinn hafði sorfið á svo sérstakan hátt.  Þá dreymdi Steinku um að fá slíkan stein með sér heim en við fundum engan léttari en ca. 1 tonn svo við urðum frá að hverfa tómhentar.  Nú var annað uppi á teningnum, Steinku lukkaðist loks að finna lítinn stein sem við skiptumst á að bera upp úr fjörunni að bílnum.  Við drápum okkur næstum því á þessu, Matti megakisi slappar afsteinninn var rúmlega 20 kg sem er kannski ekki svo mikið en sígur ótrúlega í.  Við náðum einnig að njóta þess að sjá fallegt brimið og skoða flottu klettamyndanirnar í fjörunni áður en við lögðumst í grjótburð.  Eftir þetta var allri fjölskyldunni stefnt í Hljóðalindina til Steinku.  Áður en varði vorum við systur allar saman komnar ásamt Ragnari hennar Svanhildar, Óla, Steinari og litlu Örnu Rún, barnabarni Helenar.  Mamma frétti af samkomunni og sagðist ætla að koma til að tryggja að við myndum örugglega ekki skemmta okkur of mikið LoL  Þetta var Kátt á hjallafrábær eftirmiðdagur og gaman að fylgjast með yngstu meðlimum fjölskyldunnar.  Sérstaklega var áhugavert að fylgjast með Steinari stýra Örnu litlu áfram með því að halda um hausinn á henni.  Við urðum að grípa inn í ansi oft, einnig þegar hann reyndi að toga hana upp úr gólfinu á höfðinu...  Ég fór heim sæl og glöð eftir þetta og slappaði af fyrir framan sjónvarpið.  Engin kreppa hjá mér, bara eintóm hamingja Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en skemmtileg helgi. Hamingjuhelgi! Alltaf gott að lesa svona pistla.

Kv. KLóa

kristín lóa (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Spilaklúbburinn rúlar!! Bjarni Jóhann var líka mjög svekktur yfir því að hitta ykkur spilagellurnar ekki og grét stanslaust þar til ég lofaði að fara fljótlega með hann í heimsókn til ykkar í vinnuna

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 17.11.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband