27.10.2008 | 00:17
Dásamlegt matarboð :)
Þeir sem mig þekkja vita að ég er ekki beint samanburðarhæf við Gordon Ramsey og Jamie Oliver þegar kemur að hæfileikum í matargerð. Hafandi búið ein með Hildu og oft verið ein heima hef ég ekkert verið að elda neinar stórmáltíðir. Saumaklúbbum hef ég oft reddað með aðstoð Bónus og bakara og stór matarboð ekki verið ofarlega á dagskrá. Ég ákvað samt að láta slag standa svona einu sinni og bauð sex vinkonum til mín í mat í gær. Þurfti að vísu að fá lánaða diska hjá mömmu þar sem ég á aðeins sex diska og það ljóta IKEA diska
Sif vinkona þurfti líka að hlaupa undir bagga og lána mér eitt sett af hnífapörum og nokkrar skeiðar. Þegar ég var búin að stækka litla borðstofuborðið mitt komst ég reyndar að því að ég átti ekki nógu langan dúk fyrir það. Ég varð því að nota tvo dúka. Ehemm, greinilegt að ég hef ekki staðið í svona oft. En með góðum undirbúning tókst mér að hafa allt matarkyns á réttu róli þegar gestina bar að garði. Tekið var á móti þeim með fordrykk, sem var létt freyðivín. Svo voru kræsingarnar bornar fram. Koníakslegin lambasteik með ofnbökuðum sætum kartöflum, venjulegum (ljótum) kartöflum, grænum og gulum baunum, rauðkáli og salati. Punkturinn yfir i-ið var piparsveppasósan og fyrir þær sem það vildu, spænska rauðvínið. Allar borðuðu vel og hrósuðu matnum í hástert. Ég er því afar ánægð með kvöldið. Reyndar voru gestirnir svo saddir að þeir höfðu ekki lyst á eftirréttnum ! Nóg var af afgöngum enda hef ég ekki alveg reynsluna í að áætla rétta skammta. MMmmmm, ég hef því haft nóg gott að borða í dag. Þetta verður endurtekið við tækifæri, kannski að ég kaupi mér dúk, diska og hnífapör fyrir þann tíma
Athugasemdir
Hnuss!! Það er ekki verið að bjóða manni í mat?!!! Iss piss...
Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 05:30
Gaman Gaman. Enn hvad eg hefdi til i ad vera t harna. :) Ferlega litid thid allar vel ut stelpurnar. Eins og gott vin, godar fyrir en verdid bara betri med aldrinum. :)
Eg bid INNILEGA ad heilsa theim.
Knus
Huld
Huld (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.