
Um daginn varð yngsti meðlimur fjölskyldunnar 1 árs. Hún

Arna Rún, dóttir Atla systursonar míns átti afmæli 5. september. Haldið var upp á þennan merkisatburð síðastliðinn laugardag og var mikið um dýrðir. Afmælisbarnið var í góðum gír og skemmti sér konunglega. Þegar ungur maður á sama aldri kom í partíið hékk hún á honum og var svo innileg við hann að greinilegt var að honum stóð ekki á sama. Virðist spennt fyrir karlpeningnum nú þegar

Veitingarnar voru ekki af verra taginu og stóð maður á blístri eftir daginn. Stjarna dagsins var ekkert á því að fara að sofa og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

föður hennar sofnaði daman ekki fyrr en hálf ellefu! Ekkert skrítið, þegar enn eru gestir eftir í húsinu vill maður ekki fara að sofa ! Hér fylgja myndir af afmælisprinsessunni ykkur til ánægju :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.