29.8.2008 | 23:38
Langt síðan síðast !
Jæja, ágúst að verða liðinn og enginn tími til að blogga ! Jakob vinur minn frá Danmörku var hér í heimsókn frá 14.-19. ágúst og ég brunaði með hann út um allar trissur að sýna honum hina ástkæru Ísafold. Honum þótti mikið til koma en hápunkturinn var án efa ferð með Júllu og Matta í jeppa upp að Hrafntinnuskeri og Landmannalaugum. Honum fannst við íslendingar ansi bjartsýn að kalla það vegi sem við keyrðum eftir
Svo frá 22.-29. ágúst var ég á hugleiðsluhlédragi (retreat) í Skálholti. Hinn heimsþekkti hugleiðslukennari Rob Nairn kenndi okkur og var alveg einstakt að fá tækifæri til að njóta visku hans. Hugleitt var frá því kl. 7 á morgnanna til 9 á kvöldin! Og mmm, borðað mikið af góðum mat
Ég kom aftur sæl og södd í dag, með hugarró og frið í hjarta. Nú er Steingrímur litli stuðningsbarnið mitt hjá mér og sefur sætt inni í rúmi. Best að skella sér inn til hans að kúra! Nokkrar myndir fylgja frá ferðalögunum með Jakob!
Athugasemdir
Hlaut að vera! Hélt þú værir horfin af yfirborði jarðar þar sem þú hafðir ekki sett inn neinar athugasemdir á blogginu mínu þrátt fyrir dugnað minn við að setja inn myndir síðustu vikuna
Ég skal trúa því að Jakobi hafi þótt slóðinn upp að Hrafntinnuskeri líkjast vegi lítið... ooo.. er pínu abbó út í þessa alvöru jeppaferð þína. Heyrumst fljótlega sæta mín.
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 31.8.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.