20.5.2008 | 00:50
Búdapest var æði :)
Jæja, loksins kominn tími á blogg !! Ferðin til Búdapest var alveg frábær. Sex hressar píur saman að borða góðan mat, drekka bjór, versla og skoða. Veðrið var bara dásamlegt, sól og 22-25 stiga hiti. Ég náði að sjá fullt af hlutum sem ég sá ekki í fyrri ferðinni til borgarinnar i október. Fór einnig í tvö baðhús og fékk nudd. Það var sérstök upplifun að fara í baðhúsin, sérstaklega það seinna, enda aðeins öðruvísi en að fara í laugarnar. Hvað varðar það seinna var hreinlætisstandardinn ekki alveg sá sami og hér heima... Við skoðuðum margt og mikið, m.a. stórmerkilegt hellasjúkrahús sem haldið var leyndu áratugum saman. Það var ansi spes að sjá þá aðstöðu, en því var breytt í kjarnorkubyrgi fyrir toppa í kommúnistaflokknum á tímum kalda stríðsins. Við skelltum okkur í siglingu á Dóná og fórum líka til smábæjarins Szentendre. Ég naut ferðarinnar alveg í botn og hef sjaldan borðað jafn mikið á stuttum tíma. Og ungverski maturinn er dásamlegur. Læt nokkrar myndir fylgja þessari færslu sem sýna stemninguna :)
Athugasemdir
Greinilega verið mjög gaman hjá ykkur. Bið að heilsa öllum stelpunum.
Huld (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 02:01
Mikil glæsikvendi þarna á ferð.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:04
Mín bara að verða vön í Budapest ..... pant fá þig sem leiðsögumann í framtíðinni þarna
Rebbý, 25.5.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.