17.3.2008 | 01:32
Jæja, þá er maður búinn að bæta Amsterdam í borgarsafnið
Ég er að safna höfuðborgum/höfuðstöðum
Var að taka saman þær höfuðborgir sem ég hef komið til. Þær eru: Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Lúxemborg, San Marino (heh, höfuðborgin er allt landið..)París, Amsterdam, Brussel, Prag, Búdapest, London, Edinborg(já, höfuðborg Skotlands :)) og Mariehamn á Álandseyjum (er höfuðstaður eyjanna!). Svo hef ég komið til tveggja fylkishöfuðborga í USA, Raleigh í North Carolina og Des Moines í Iowa. Spurning hvort maður fari að safna þeim höfuðborgum líka
Amsterdam er falleg borg, verst ég hafði lítinn tíma til að skoða hana. Ráðstefnan var í gamalli kirkju, afar flottur staður. Orgelið enn í henni, skjárinn fyrir fyrirlestrana hékk niður úr því!! Og nei, fór ekki í rauða hverfið og ekki á kaffihús! Flott þessi gömlu hús og öll síkin. Fór í siglingu eftir síkjunum eftir vinnufundinn á fimmtudaginn, mjöög gaman. Frábært að sjá borgina frá þessum sjónarhóli. Var þreytt og þæg á kvöldin, sötraði Heineken á hótelinu og horfði á sjónvarpið. Var góð ferð bæði vinnulega og persónulega. En það er alltaf gaman að koma heim í heiðardalinn
Athugasemdir
Velkomin heim snurfur.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.3.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.