Ófarir í óveðri

Skemmdir á bílÞað hefur varla farið framhjá neinum að það er svolítil gola í Reykjavík í dag.  Svona 20 m/s gola.  Þessu var búið að spá og búið að benda verktökum á að festa niður allt lauslegt á vinnusvæðum.  Þau skilaboð fóru greinilega framhjá mönnum hjá verktakafyrirtækinu sem er að byggja húsið sem ég vinn í.  Um hálf fjögur leytið í dag sáum við hvernig stafli af stórum tréplötum tókst á loft og fauk á bílana á bílastæðinu.  Einn vinnufélaga minna hljóp út og fór að fergja plötustaflann og sækja plötur sem voru að fjúka um stæðið.  Hvað gerðu átta starfsmenn verktakafyrirtækisins sem stóðu þarna ?  Jú, þeir stóðu og horfðu á hann gera þetta !!! Hreyfðu hvorki legg né lið til að hjálpa honum né gera nokkuð að eigin frumkvæði.  Grr, mér til mikillar gleði hafði ein platan farið utan í bílinn minn.  Til allrar lukku komu bara smá rispur, en ég geri tjónaskýrslu og þeir fá að borga skemmdirnar !! Mrrrd.  Óheppnin eltir mig á röndum þessa dagana!  Stormurinn góði tryggir mér svo verkefni í kvöld, þar sem vatn lekur inn um óþétta svefnherbergisgluggann.  Það komu 3 eldingar áðan, það er það eina skemmtilega sem gerst hefur varðandi þetta óveður.  Best að liggja núna og slaka á, reyna að hugsa jákvætt og fara með möntrur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Djödjödjö

Steingerður Steinarsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband