Bölvun!

Einhver tók sig til og skemmdi legsteininn hans pabba.  Þegar Svanhildur systir kom að leiðinu á laugardaginn var búið að rispa toppinn á steininum.  Nokkrar rákir voru komnar niður í steininn svo talsverðu afli þurfti að beita.  Enginn annar steinn í nágrenninu var skemmdur, bara hans pabba.  Þetta er svo ótrúlega svekkjandi og pirrandi, hver gerir svona ??  Hér með legg ég bölvun á viðkomandi, megi gjörðir þínar koma þér í koll þótt síðar verði !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Æ, hvað það er sárt að heyra svona. En kæra síkáta kona, sá sem rispaði legsteininn föður þíns er tæpast hamingjusamur. Sennilega á hann mjög lítið í farteskinu almennt og gremja hans yfir eigin hlutskipti gæti hafa komið honum/henni til að fá útrás með þessu vanhugsaða athæfi. Ekki biðja þessum einstakling bölbæna, það kæmi verst niður á sjálfri þér. Til er skrítið fyrirbæri sem kallast karma og þó ég gæti reynt þá er það mér bæði vitsmuna- og heimspekilega ofviða að útskýra það af nokkru viti. Hugsum jákvætt vinan, það kemur líka til baka. Þetta líf er soddans búmerang. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.1.2008 kl. 03:28

2 Smámynd: Rebbý

Já - mundu karmað -  hef aldeilis sannreynt það og það virkar - hann fær þetta endurgoldið á einhvern veg þó síðar verði.
Þetta er með því ótrúlegasta sem maður heyrir að fólk skuli skemma legsteina og stela skrauti af leiðum, en þeir sem þetta gera eiga örugglega mikið bágt

Rebbý, 10.1.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband