Stormur 5..framhaldssagan heldur áfram

Þetta er með ólíkindum.  Ég ligg hér upp í rúmi og nöldra við sjálfa mig.  Enn einu sinni blása vindar og rigningin rennur eins og fljót yfir gluggann minn.  Orðið ansi leiðigjarnt!  Fögur fyrirheit mín um gönguferðir á kvöldin verða ekki uppfyllt fyrr en drukknunar- og slysahætta fer minnkandi.  Annars er gott að þurfa aðeins að kvarta yfir veðrinu.  Helen systir varð fyrir fljúgandi karlmanni um helgina og braut þrjú rifbein.  Hún dvelur nú í góðu yfirlæti hjá mömmu og hreyfir sig um íbúðina með hraða snigilsins.  Held hún myndi frekar vilja vera ég, aldrei þessu vant óbrotin og bara frekar hress.  Eina vandamál mitt eru lekir gluggar.  Ég þarf að bíða vorsins og reyna að kynnast smið til að lappa upp á þá.  Fyrst þar ég samt að deita flísaleggjara og pípara til að koma baðherberginu í lag.  Nóg að gera á næsta ári s.s.  Jæja, farin að skipta um tusku í eldhúsglugganum.  Góða nótt (í vindgnauði og vatnshljóði).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,It´s raining man, Halleluja it´s raining man......"

Ha en sú óheppni?

kv. Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól gamli grís. Hlakka til að sjá þig í jólaboðum.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband