13.12.2007 | 02:21
Nú er úti veður vott - vindasamt líka
Það er ekki hægt að sofa fyrir veðrinu. Það stendur beint á bakhliðina á blokkinni minni og vatnið spýtist inn um rifu á opnanlega faginu. Það hvín og blístrar í öllu og stundum finn ég fyrir þrýstingi í eyrunum. Ég kíkti á vef Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar og úff, það eru 26 m/s hér í borginni ! Jahérnahér ! Meira en í óveðrinu fyrir tveimur dögum ! Ekki vildi ég vera á ferð uppi á Kjalarnesi eða Garðabæ núna, þar fara vindhviðurnar upp í 40 m/s ! Við kanínan kúrum okkur undir hlýrri sæng og prísum okkur sælar að vera innandyra. Best að skipta um handklæði í glugganum og reyna svo að kúra. Kári og kuldaboli verða að gefa mér séns á því einhverntíman !
Athugasemdir
Þú verður að gera svo vel að rúlla þér upp með kanínunni í kvöld líka Svabbi minn. Nóg blæs núna.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.