
Hilda kom heim frá Brussel í dag. Hún er búin að vera þar í viku hjá frænku sinni og búin að skemmta sér konunglega. Hún var næstum búin að missa af fluginu heim þar sem lestinni hennar seinkaði eftir að hafa keyrt á mann ! Skv. Hildu lifði maðurinn af, ótrúlegt en satt. Það er fínt að vera búin að fá hana heim, alltaf pínu áhyggjur þegar einkabarnið er í útlöndum án mömmu. Við pabbi hennar fórum í foreldraviðtal í síðustu viku og fengum að vita hversu fullkomið eintak við eigum. Kennarinn hlóð á hana lofi og hún fékk bestu umsögn í öllum fögum. Mont mont mont !
Athugasemdir
Glaesilegt. Til hamingju med dotturina. Alltaf gaman ad eiga klara krakka en thad eru natturulega godu genin sem vid gefum theim.
kvedja,
Huld og co
Huld (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.