17.9.2007 | 01:08
Barnahelgi
Börn voru þema helgarinnar. Föstudagskveldinu eyddi ég reyndar með Magneu vinkonu við að klára að þrífa og tæma gömlu íbúðina hennar. Svo miklu skemmtilegra en að vera heima og taka upp úr eigin kössum... Á laugardaginn sá ég svo nýju frænku mína í fyrsta skipti. Umrædd frænka er dóttir Atla, systursonar míns, og þurfti ég að slást við hóp af brjáluðum ættingjum áður en ég náði að fá að halda á henni. Foreldrarnir buðu nefnilega í opið hús til að leyfa öllum að koma og skoða gripinn. Enginn var svikinn af því að sjá dömuna, hún Svava litla er gullfalleg (já, ég ætla sko að sannfæra foreldrana um að Svava sé eina rétta nafnið !). Á sunnudaginn var Eyrún hennar Sifjar eins árs og var þá mikið um dýrðir. Litla stúlkan fékk hrúgu af gjöfum en var frekar ligeglad yfir því öllu saman. Ef einhver fannst sem nennti að labba með henni um húsið var hún ánægð. Var ferlega fyndið að sjá hana bisa við að skríða í sparikjólnum, hann flæktist bara fyrir og pirraði hana. Skapmikil kona hún guðdóttir mín
Ekki má svo gleyma samvistum sem ég átti við þá frændur mína Óla og Steinar, en þá hitti ég bæði laugardag og sunnudag, mér til mikillar ánægju. Verið er að venja Óla af bleyju, mömmu hans til minni ánægju enda fylgir óvissan um hvar næsti pissupollur eigi eftir að dúkka upp. Stundum er alveg ágætt að eiga 14 ára barn
En nú er best að fara að lúra, þarf að hitta fullorðið fólk í vinnunni á morgun og best að vera refreshed !
Athugasemdir
Oh yess! þetta voru sko unaðsleg börn.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.9.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.