13.9.2007 | 00:47
Ég er hætt að rata heim !! Algjör sveppur !
Jahérna. Held að stressið í vinnunni hafi loks náð til mín og steikt heilann. Fyrst ein leiðrétting: ég gleymdi einu landi - hef komið til 24 landa !! (25 ef við teljum Álandseyjar með !). Sko hvað ég er gleymin ! Hvað um það. Ég brunaði úr vinnunni í gær beint í Bónus í Holtagörðum. Þar dundaði ég mér hamingjusöm við matarinnkaup og keyrði svo alsæl eftir Sæbrautinni, spennt að komast heim í afslappelsi og maula hneturnar sem ég keypti mér. Áfram keyrði ég, týnd í eigin heimi. Þegar ég rankaði næst við mér var ég að renna í hlað á Skúlagötu 19 - AFTUR. Ójá gott fólk, ég var komin aftur í vinnuna !! Mér tókst að keyra fram hjá tveimur stöðum sem ég hefði getað beygt upp til að komast heim. Trallalalalala ! Ég bakkaði út af planinu aftur, nett vandræðaleg og keyrði með galopin augu og vakandi huga heim í Skipholtið. Maður er nú orðinn ansi slæmur er maður kemst ekki lengur heim til sín !! Annað merki um hve illa farinn maður er - ég var í mínu öðru örorkumati um daginn. Í þetta sinn var það vinstri löppin sem var skoðuð í bak og fyrir. Eftir að hafa sveiflað málbandinu í nokkra stund tilkynnti læknirinn að vinstri löppin væri 2,7 cm minni í ummáli - vöðvamassinn þar s.s. svona miklu rýrari. Það er umtalsvert, sagði hann, og horfði á mig þýðingamiklu augnaráði. Ég er búin að horfa á lappirnar og sé engan mun. Oh well. Nú vona ég að tryggingarnar borgi mér nokkrar krónur því ég ætla að versla villt með Magneu vinkonu þegar við stoppum í London í lok mánaðarins. Jamm, land nr. 25 (ef maður sleppir Álandseyjum audda) verður nefnilega Belgía með stuttu stoppi í London Englandi. Brussel þann 26. september !! Styttist í fjörið ! Meira um það síðar, best að fara að lúra !
Athugasemdir
Hér birtist Svava sveppur
sem rétt við það sleppur
að vera kölluð lús
sem finnur ei hús
nema eftir nokkrar kreppur.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.9.2007 kl. 16:18
uss kona, hef alltaf ratað heim (eða jahhh svona) en stundum keyrt á rangann vinnustað eftir að hafa skipt um störf
Rebbý, 14.9.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.