9.9.2007 | 00:36
Hetjan mín !
Hildan mín stóð sig vel í dag eins og svo oft áður. Hún var að keppa í hástökki í dag í Bikarkeppni FRÍ fyrir 16 ára og yngri. Keppnin var haldin á vellinum við Fífuna í Kópavogi. Hún var að keppa við stelpur allt upp í 16 ára en náði samt 3-4. sæti
Enn ein medalían í safnið og stórgóður árangur hjá dömunni. Hún fór yfir 1,55 m og felldi aldrei fyrr en hún reyndi við 1,60. Glæsilegt !

Athugasemdir
til lukku með árangurinn - er að verða til bling bling veggur inni hjá dömunni
Rebbý, 9.9.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.