Eldur eldur !

fireNúna áðan brá ég mér í sturtu sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi (er kattþrifin).  Nema hvað, þegar ég stend og slæst við sturtuna (er biluð og hausinn vill alltaf vísa að veggnum) upphefst allt í einu ærandi hávaði á ganginum.  Ég stökk út úr sturtunni í örvæntingu að leita að uppruna hljóðsins, rennandi blaut og að sjálfsögðu allsnakin.  Mér til undrunar var þetta reykskynjarinn sem vældi þarna eins og loftvarnarflauta.  Ég náði að henda í hann handklæði og þá þagnaði hann.  Ég stökk aftur inn í sturtuna en ekki leið á löngu áður en öskurapinn á ganginum byrjaði aftur.  Aumingja Hilda rumskaði og muldraði (að hætti sinnar kynslóðar): What the f**k !  Aftur flaug handklæðið í hávaðasegginn og Hilda sveif beint aftur inn í draumalandið.  Ég hinsvegar velti því fyrir mér hvernig ég eigi að haga brunaöryggismálum hér í íbúðinni án þess að þurfa að lenda í svona aftur.  Það var ekki eins og það væri mikil gufa að koma út af baðherberginu !  Er amk fegin að enginn nágranni kom með exi og braut dyrnar niður til að bjarga okkur.  Að mæta mér allsnakinni á ganginum hefði kostað ótal sálfræðitíma og gert húsfundi framtíðarinnar vandræðalega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

hahaha 
ætli nágranninn hefði ekki bara haft gaman að því að koma ykkur mæðgum til hjálpar fyrst neyðin var svo engin

Rebbý, 8.9.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhahahaah, sé þetta fyrir mér. Þetta gerðist stundum hjá mér þegar ég fór í sturtu á Hringbrautinni. Ég var farin að hafa lokað fram á gang, reykskynjarinn þoldi ekki gufu, arggg! Mikið hlakka ég til að sjá myndir af slotinu þínu þegar allt verður tilbúið. Svakalega áttu gott að hafa fengið innanhússarkitekt til að raða inn með þér. Er alveg ánægð með uppröðunina í himnaríki en oft tekur það mann langan tíma að fá heimilið fullkomið ... eða þannig! Knús í bæ!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband