Eldur eldur !

fireNúna áđan brá ég mér í sturtu sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fćrandi (er kattţrifin).  Nema hvađ, ţegar ég stend og slćst viđ sturtuna (er biluđ og hausinn vill alltaf vísa ađ veggnum) upphefst allt í einu ćrandi hávađi á ganginum.  Ég stökk út úr sturtunni í örvćntingu ađ leita ađ uppruna hljóđsins, rennandi blaut og ađ sjálfsögđu allsnakin.  Mér til undrunar var ţetta reykskynjarinn sem vćldi ţarna eins og loftvarnarflauta.  Ég náđi ađ henda í hann handklćđi og ţá ţagnađi hann.  Ég stökk aftur inn í sturtuna en ekki leiđ á löngu áđur en öskurapinn á ganginum byrjađi aftur.  Aumingja Hilda rumskađi og muldrađi (ađ hćtti sinnar kynslóđar): What the f**k !  Aftur flaug handklćđiđ í hávađasegginn og Hilda sveif beint aftur inn í draumalandiđ.  Ég hinsvegar velti ţví fyrir mér hvernig ég eigi ađ haga brunaöryggismálum hér í íbúđinni án ţess ađ ţurfa ađ lenda í svona aftur.  Ţađ var ekki eins og ţađ vćri mikil gufa ađ koma út af bađherberginu !  Er amk fegin ađ enginn nágranni kom međ exi og braut dyrnar niđur til ađ bjarga okkur.  Ađ mćta mér allsnakinni á ganginum hefđi kostađ ótal sálfrćđitíma og gert húsfundi framtíđarinnar vandrćđalega. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

hahaha 
ćtli nágranninn hefđi ekki bara haft gaman ađ ţví ađ koma ykkur mćđgum til hjálpar fyrst neyđin var svo engin

Rebbý, 8.9.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Hhahahaah, sé ţetta fyrir mér. Ţetta gerđist stundum hjá mér ţegar ég fór í sturtu á Hringbrautinni. Ég var farin ađ hafa lokađ fram á gang, reykskynjarinn ţoldi ekki gufu, arggg! Mikiđ hlakka ég til ađ sjá myndir af slotinu ţínu ţegar allt verđur tilbúiđ. Svakalega áttu gott ađ hafa fengiđ innanhússarkitekt til ađ rađa inn međ ţér. Er alveg ánćgđ međ uppröđunina í himnaríki en oft tekur ţađ mann langan tíma ađ fá heimiliđ fullkomiđ ... eđa ţannig! Knús í bć!

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband