Auglýsi eftir kímnigáfu hjá þjóðkirkjunni

Fólk var að hneykslast á islamtrúarfólki að hafa brugðist illa við vegna skopteikninga af Múhameð spámanni !  Hversu margar teikningar, bíómyndir, þætti og annað er búið að gera þar sem Guð/Jesú/María eða aðrar persónur Biblíunnar eru settar fram á spaugilegan máta ??  Fjöldi brandara til um trúarleg málefni !  Kirkjan gerði ekkert annað ef hún ætti að fyrtast við í hvert skipti sem trúartengt efni er sett fram á þennan máta.  Er ekki bara í lagi að setja þetta efni fram á léttum nótum ?  Hélt að nóg væri komið eftir fjaðrafokið sem varð út af páskaþætti Spaugstofunnar (sem mér fannst mjög fyndinn).  Ég sá ekkert niðrandi gagnvart þjóðkirkjunni í þessari auglýsingu.  Sumir ættu ekki að taka sig svona hátíðlega.
mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki til kímnigáfa í þjóðkirkjunni þótt einu sinni hafi vissulega verið skrifuð lærð ritgerð um húmor í Biblíunni.

steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að þeir sem stöðugt hneykslast á biskupi landsins fyrir að láta umbeðið álit sitt á þessari auglýsingu í ljós ættu að kynna sér aðeins betur um hvað kristin trú snýst. Píslarsagan, sem heilög kvöldmáltíð er inngangurinn að, er langt í frá að vera einhver skemmtisaga, heldur er hún ein aðal þungamiðja þessara trúarbragða. Þess vegna er kristnu fólki ekki ósárt um að hún sé notuð í auglýsingaskyni fyrir nýjasta tækniundrið sem otað er að landsmönnum þessa dagana. Það er fyrst og fremst þetta sem mörgum finnst ósmekklegt, að píslarsagan sé notuð í kaupskapar(commercial) tilgangi. Allt í lagi með létt grín, en það verður þá að vera í réttu samhengi. Til dæmis fannst mér ekkert að því þegar Spaugstofumenn göntuðust með tilefni páskanna í skemmtiþætti, þeir voru ekki að selja neitt, nema kannski sjálfa sig.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.9.2007 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband