Góð helgi með góðum mat, góðum vinum, góðum kökum og góðri bíóferð

Óli að kíkja á Spiderman kökuna sínaÞetta var verulega góð helgi og ég innbyrti alveg hreint tonn af góðgæti !.  Á föstudagskvöldið fór ég í matarboð hjá Sonju vinkonu á Selfossi.  Þar fengum við stelpurnar dásamlegan mat og frábærar kökur í eftirrétt.  Eins og vanalega var mikið spjallað og hlegið LoL   Á laugardaginn flutti Magnea vinkona yfir götuna (hahah, við erum báðar í að kaupa við hliðina á stöðum sem við höfum búið á) og ég mætti af staðinn og hjálpaði aðeins til.  Ég fór svo í afmæli til sætu frændanna þeirra Óla og Steinars.  Þar voru auðvitað góðar veitingar og góður félagsskapur (fjölskyldan mín háværa).  Eftir afmælið brá ég mér aftur til Magneu og fékk þar pizzu með flutningsgenginu.  Burp !  Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og ég brá mér í enn eitt barnaafmælið, í þetta sinn hjá Aroni Inga hennar Ágústu.  Enn meira spjall og enn meira góðgæti !!!  Næsti stopp var svo hjá Júllu og Matta til að sækja 3ja sæta sófann minn.  Ótrúlegt en satt, okkur tókst að troða honum í bílinn þeirra, þessu líka ferlíkinu, gátum meira að segja lokað skotthurðinni !!  Síðasta húsgagnið er því komið heim - nú vantar mig bara málverkið mitt (onei Magnea, er ekki búin að gleyma því !).  Að sjálfsögðu fékk ég svo gómsætan kvöldverð hjá Júllu og Matta !!!  Ég hlýt að hafa þyngst um 10 kg þessa helgi !  Helginni lauk svo með ferð á The Bourne Ultimatum í bíó með Sif og Júllu.  Svaka hasar með popp og gosi.  Best að reyna að fara að sofa, enda góða helgi með góðum svefni !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

flott þegar maður á svona góða daga, hvað þá þegar þeir verða svona margir í röð   efast reyndar um að þessi 10kg sjáist á þér frekar en á árum áður

Rebbý, 3.9.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband