27.8.2007 | 00:47
Flísaleitarleiðangur og annað flakk
Ég var á ferð og flugi í dag. Fór fyrst til Magneu vinkonu að skoða nýju íbúðina hennar. Sú var aldeilis flott
Með yfirbyggðum svölum þar sem myndarlegur vínviður stendur með þremur klösum sem eru að verða þroskaðir. Hlakka mikið til að mæta á spilakvöld þegar flutningi lýkur
Til lukku Magnea og Haraldur ! Næst var svo farið í BYKO að skoða flísar fyrir baðherbergið. Við Svanhildur systir vöppuðum upp og niður gangana og vorum eiginlega bestar í því að finna flísar sem hvorugri myndi nokkurn tímann detta í hug að kaupa. Sáum samt nokkur "kannski" þarna. Það sem mér fannst flottast var auðvitað dýrt - þarf vart að taka það fram (suk). Stóð sjálfa mig að því að vera farin að kíkja á parket - sá ekki flísina fyrir framan mig en komin með bjálka í augað. Þetta flísamál er að byrja að fara á sálina á mér, það verður þrautin þyngri að ákveða sig hvað á að kaupa ! Jæja, við slitum okkur burt og brunuðum í IKEA. Þar tók ég loks af skarið og keypti mér hversdags matarstell. Bara svona drappað, klassískt IKEA stell. Nennti ekki að leita lengur, orðin leið á því að borða af pappadiskum. Meira var nú ekki keypt í þessari ferð, en ég sá nokkur "kannski" þarna líka. IKEA heimsókn í kortunum á næstunni, treystið mér. Við lukum flakkinu með heimsókn til mömmu sem bauð upp á kaffi að venju. Hahhahaah, mér gengur mjög vel að byrja aftur í kaffibindindinu mínu... NOT. Best að fara að kúra, vinna á morgun og ég þarf að vakna fyrr til að koma unganum í leikskólann. Smá myndband af Youtube fyrir ykkur sem kynnuð að þyrsta í fróðleik um bandaríska forseta. Tah dah !
Athugasemdir
gangi þér vel að velja flísarnar, ekki hafa þær of glansandi á gólfin, aldrei hægt að hafa þær hreinar.
Rebbý, 27.8.2007 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.