26.8.2007 | 00:01
Afslappað kvöld
Ég eyddi kvöldinu í afslöppun fyrir framan sjónvarpið. Horfði á My big fat greek wedding. Ósköp sæt mynd. Ég væri líka alveg til í að giftast John Corbett. Mér fannst alltaf svo ótrúverðugt í Sex and the City að Carrie ætti ekki að vera nógu ástfangin af honum sem Aidan. Come on !!! Maðurinn er alger hönk ! Reyndi svo að neyða mig til að horfa á The tailor of Panama, en gafst upp. Pierce Brosnan er jú flottur en ekki nógu flottur til að halda mér fastri yfir leiðinlegri mynd. Fór því að leika mér á youtube, nýja uppáhaldsstaðnum mínum á netinu. Áður en ég fer að lúra (stráksi vaknar fyrir kl.8, geeeeeisp) langar mig að deila með ykkur þessu bráðskemmtilega lagi úr þætti úr gamanmyndaflokknum Flight of the Conchords. Góða nótt !
Athugasemdir
Sammála, horfði á þá fyrri sem er orðin sígild, en fannst hin hundleiðinleg. Kíki á myndbandið hjá þér ... þarf svo að plata þig einhvern daginn til að kenna mér að setja myndband undir setningu, eins og þú gerir, kann það ekki þótt ég sé snillingur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 00:49
horfði líka á John Corbett og er bara svo skotin í honum að ég fór og gramsaði eftir annarri mynd með honum sem ég á á dvd og skellti í tækið til að sofna yfir frekar en Brosnan
Rebbý, 26.8.2007 kl. 09:02
Namm, namm John Corbett!
Steingerður Steinarsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.