Loksins eitthvað að gerast !!

Sætar mæðgurMín ástkæra einkadóttir kom heim í dag og réðist á kassafjallið og húsgögnin af miklum ákafa.  Og viti menn !!  Það sést í íbúðina !!!  Komin mynd á stofuna og kössum aðeins fækkað.  Hægt að ganga um núna án þess að hafa áhyggjur af því að deyja vegna kassahruns.  HÚRRA !!!  Ungfrúin var verðlaunuð með súkkulaði fyrir dugnaðinn.  Hún verður hér í viku svo ég geri ráð fyrir því að nú fari hlutirnir virkilega að gerast.  Jibbí, við munum sigra kassana saman !!  Þá er næst að gera upp baðherbergið... þekkir einhver góðan flísaleggjara og pípara ?  Læt fljóta með mynd af okkur mæðgum sem Gunnella tók í Japan.  Erum við ekki sætar ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sprækar mæðgur ... myndi Séð og heyrt kalla ykkur! Múahahhahaha! Jú, þið eruð æðislega sætar. Verð að fara að sjá þessa íbúð. Getur maður kallað eftir fleiri myndum frá þér þar sem viðkomandi (moi) býr úti á landi???

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 23:49

2 identicon

Hilda er sæt.... say no more ;)

 En ég hef góða reynslu af SG pípurum, ekki tala um flísara við mig, hata þá sem ég var með.  Gott að eitthvað er að fara sjást í fínu íbúðina þína, hlakka til að sjá hana BETUR ;)

Kristín Anna (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 08:32

3 Smámynd: Rebbý

lang flottastar - á eftir okkur stjúpmæðgunum

flott að vel gengur, þekki ekki flísara, né pípara svo engin er hjálpin frá mér

Rebbý, 23.8.2007 kl. 18:37

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið eruð þið fagrar og magrar

Steingerður Steinarsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband