26.7.2007 | 00:31
Ættarmót á Vopnafirði
Síðustu helgi skellti ég mér þvert yfir landið á ættarmót á Vopnafirði. Saman voru komnir afkomendur Páls afa míns og eiginkvenna hans tveggja, Svövu (ömmu minnar) og Sigríðar. Þessi ætt er í daglegu tali nefnd Rebbar, eftir bænum Refstað þar sem Páll og konur bjuggu lengst af og börnin þeirra ólust upp. Eins og alltaf þegar þessi frábæra ætt kemur saman var alveg ofsalega gaman
Við fengum góðan mat og skemmtum okkur konunglega, m.a. við að segja vandræðalegar sögur af sjálfum okkur. Vart þarf að taka fram að ég átti fínar sögur að segja, enda með banka af slíkum sögum til að gleðja fólk með. Þetta var vel þess virði að ferðast yfir sex hundruð kílómetra til að taka þátt í - Rebbarnir eru hreinlega bestir.

Athugasemdir
Rebbar?? fyrst þið eruð öll svona skemmtileg þá hljótið þið að vera skyld mér
Rebbý, 26.7.2007 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.