4.6.2007 | 00:34
Skemmtileg helgi dökkhærðu konunnar
Tja, ég er kannski ekki neitt rosalega dökkhærð - en mun dökkhærðari en áður amk. Og miklu gáfaðari, já já. Var meira að segja að lesa bók áðan og sneri henni rétt ! Á föstudagskvöldið var Kúbukvöld í vinnunni. Tveir vinnufélagar breyttu kaffistofunni í bar og blönduðu Pina Colada, Mohitos og Cuba Libre fyrir hvern sem hafa vildi. Annar vinnufélagi sá um kúbverska tónlist. Eftir að við vorum búin að innbyrða slatta af kokteilum kom danskennari og kenndi okkur grunnsporin í salsa. Það gekk svona la la.... en var mjööög gaman Held að ég þurfi aðeins meiri æfingu áður en ég verð professional Á laugardaginn skelltum við mæðgur ásamt mömmu, Svanhildi og fjölskyldu, á þjóðahátíð Alþjóðahússins sem haldin var í Hafnafirði. Þar voru básar tileinkaðir hinum ýmsu þjóðlöndum og þar gat maður fengið að smakka mat og jafnvel kaupa ýmislegt smálegt. Mamma náði sér í snafs í einum básnum - að sjálfsögðu náði sú gamla að þefa uppi áfengi Ég fékk mér smakk af indónesískum, japönskum og tælenskum mat og nældi mér einnig í mini ameríska ostaköku. Mmmmm, yummy. Á sviði í miðju hússins voru sýnd skemmtiatriði, m.a. afríkanskur trommuleikur. Aumingja litli Óli frændi var bara hræddur við allan hávaðann en litla bróður hans fannst þetta ekkert leiðinlegt. Um kvöldið fórum við á Pirates of the Carribean 3. Hún var alltof löng að mínu mati, hefði verið hægt að klippa hana niður í sómasamlega lengd án þess að það hefði komið niður á söguþræðinum. Bardagaatriðin voru ansi löng. Það var svo sem gaman að henni en ég held að nú ætti Disney að fara að gera myndir um eitthvað annað... Sunnudeginum eyddum við mæðgur í Kringlunni going shopaholic. Hilda græddi sumarkjól og sandala, ég skó og bók um Búdapest. Svo fórum við heim og skúruðum húsið hátt og lágt. Púff !! Á maður ekki að slaka á um helgar ?? Pirringur dagsins: Skjár einn sýndi eldgamlan Boston Legal þátt !!! FNYS !!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.