20.5.2007 | 23:59
Sćlusunnudagur međ sykursćtum frćndum og sjónvarpsglápi
Ég eyddi sunnudeginum í afslöppun međ Hildu og Steingrími litla. Ţvotturinn grátbađ mig um ađ brjóta sig saman og sófinn öskrađi á ryksuguna (kötturinn Nói hefur skiliđ eftir sig klóna af sjálfum sér um allan sófa, svo mikiđ er háralosiđ). Ég lét sem ég heyrđi ekki ţetta nöldur og gerđi nákvćmlega ekki neitt annađ en ađ labba um íbúđina međ barninu. Eftir hádegiđ skelltum viđ okkur í heimsókn til Svanhildar systur. Frćndurnir góđu voru jafnsćtir og venjulega. Fjöriđ í ţeim var svo mikiđ ađ eggjastokkahringliđ sem venjulega fylgir heimsóknum til ţeirra varđ ađeins minna en venjulega. Ţeir eru nú samt ómótstćđilegir - ţó ţađ séu lćti í ţeim. Kvöldinu eyddi ég svo marflöt fyrir framan sjónvarpiđ. Hugsađi um ekkert, gerđi ekkert húslegt, lá bara og starđi. Svona dagar eru nauđsynlegir af og til, ekki spurning. Á morgun verđ ég samt ađ hlusta á lođna sófann ţví ég held ađ fljótlega ţrói ég međ mér kattaofnćmi ef ég berst ekki á móti háraflóđinu. Pirringur í nefi er orđinn nćr stöđugur !
Athugasemdir
Ţeir eru fáránlega sćtir, litlu frćndurnir.
Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 00:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.