Sælusunnudagur með sykursætum frændum og sjónvarpsglápi

Steinar SverrirÉg eyddi sunnudeginum í afslöppun með Hildu og Steingrími litla.  Þvotturinn grátbað mig um að brjóta sig saman og sófinn öskraði á ryksuguna (kötturinn Nói hefur skilið eftir sig klóna af sjálfum sér um allan sófa, svo mikið er háralosið).  Ég lét sem ég heyrði ekki þetta nöldur og gerði nákvæmlega ekki neitt annað en að labba um íbúðina með barninu.  Eftir hádegið skelltum við okkur í heimsókn til Svanhildar systur.  Frændurnir góðu voru jafnsætir og venjulega.  Fjörið í þeim var svo mikið að eggjastokkahringlið sem venjulega fylgir heimsóknum til þeirra varð aðeins minna en venjulegÓlafur Steinara.  Þeir eru nú samt ómótstæðilegir - þó það séu læti í þeim.  Kvöldinu eyddi ég svo marflöt fyrir framan sjónvarpið.  Hugsaði um ekkert, gerði ekkert húslegt, lá bara og starði.  Svona dagar eru nauðsynlegir af og til, ekki spurning.  Á morgun verð ég samt að hlusta á loðna sófann því ég held að fljótlega þrói ég með mér kattaofnæmi ef ég berst ekki á móti háraflóðinu.  Pirringur í nefi er orðinn nær stöðugur !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þeir eru fáránlega sætir, litlu frændurnir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband