Hjólum í vinnuna - áfram Svifryksbanar !

Þessa dagana er í gangi keppnin hjólað í vinnuna.  Umhverfissvið tekur að sjálfsögðu þátt og erum við í 20. sæti í okkar flokki hvað varðar fjölda daga og í 10. sæti hvað varðar fjölda kílómetra. Ég reyndar svindla aðeins - ég hjóla bara frá mömmu í Stigahlíðinni þar sem hjólið er geymt og þaðan í vinnuna.  En það telur allt - og það eru 4,2 km á dag.  Það eru 3 lið á sviðinu og mitt heitir Svifryksbanar.  Í augnablikinu erum við með bestu tölurnar ! YESSS !!  Við munum sigra !! Svo er bara að keyra á þetta og hjóla eins og vitlaus síðustu dagana.  Hver veit nema við getum híft okkur upp í verðlaunasæti ??  Fólk var að vísu með efasemdir varðandi hjólreiðar mínar.  Það þótti nokkuð víst að ég myndi brjóta einhvern útlim ef ég færi að ferðast um á hjóli. Enn sem komið er held ég öllum beinum heilum en er aðeins búin að lenda í hremmingum við að drösla hjólinu inn og út úr hjólageymslunni.  Er með nokkra glæsilega marbletti til að sanna það.  Keppninni lýkur í næstu viku, verð vonandi enn heil og í vinningsliðinu.  Áfram Svifryksbanar !  Hér er heimasíða Hjólað í vinnuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Alltaf er hann samur við sig, blessaður svifryksbaninn. Ég verð bara á hjólum í kringum þig næst þegar við hittumst svo mikla virðingu ber ég fyrir dugnaði þínum.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.5.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband