30.4.2007 | 00:48
Góđur dagur, međ miklum grjótburđi :-)
Viđ Steinka skelltum okkur í göngutúr á eyri inni í Hvalfirđi. Viđ örkuđum af stađ beinar í baki niđur brekkuna og fórum svo út á eyrina. Skömmu síđar vorum viđ orđnar kengbognar og gengum löturhćgt eftir ströndinni, skimandi arnfránum augum eftir fallegum steinum. Ţađ var heldur enginn skortur af ţeim ţarna. Brátt var ég komin međ slagsíđu ţar sem ég var búin ađ trođa úlpuvasann fullan af grjóti. Alltaf ţegar mađur hélt ađ nú vćri nóg komiđ rakst mađur á annan stein sem mađur bara varđ ađ taka. Viđ rétt náđum ađ lyfta hausnum nógu oft til ţess ađ njóta návistar margćsahópa sem voru ađ hvíla sig ţarna allt um kring. Freyja var ekki ađ láta ţessa steinatínslu trufla sig viđ útivistina, hún hljóp fram og til baka alsćl og skellti sér ađ sjálfsögđu í sjóinn. Ţađ var líka ansi saltstorkinn feldurinn á henni í lok túrsins. Viđ systur gátum varla dregiđ okkur upp brekkuna aftur, svo ţungt var grjótiđ í vösunum. Nú veit ég hvernig tilfinning ţađ vćri ađ vera of ţung ! Til ađ toppa góđan dag bauđ Steinka mér í mat og ég hámađi í mig gómsćtar kjúklingabringur. Lífiđ er bara dásamlegt stundum.
Athugasemdir
Gasalega er mađur smurt ţarna á steini. Steinka sat á steini.
Steingerđur Steinarsdóttir, 30.4.2007 kl. 16:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.