Æsispennandi framhaldssaga - fasteignaleitin heldur áfram

Jæja, þá er ég komin á fullt með að skoða.  Búin að skoða þrjár íbúðir undanfarna þrjá daga.  Ein þeirra seldist daginn eftir að ég skoðaði hana - um leið og fréttist að ég skoðaði hana hafa allir auðvitað rokið af stað og viljað eignast hana.  Málið var bara að mig langaði EKKI í hana.  Þessi var í Grafarvoginum en ég skoðaði líka tvær kjallaraíbúðir í Hlíðunum.  Í annarri bjó maður með dóttur sinni og Svanhildi systur langaði mikið að spyrja hvort hann fylgdi ekki bara með íbúðinni.  Ekki hefði það verið til að hvetja mig til að kaupa.  Stór galli á þeirri íbúð var að einungis var innangengt í barnaherbergi frá hjónaherberginu.  Hin íbúðin var með ýmsum göllum svo sem leka í gólfi og í svefnherbergi.  Eigandinn sagði í sífellu: þetta er bara tryggingamál, þeir koma bráðum og kíkja á þetta.... hummmmm.  Hitakompan var á floti út af lekanum og parketið bólgið á stóru svæði.  Rosa spennandi, jájá.  Á morgun skoða ég eina til, spennandi að vita hvort eitthvað sé varið í hana.  Svo framhaldssagan heldur áfram, um ægifagra einhleypa heilbrigðisfulltrúann sem þráir það eitt að eignast heimili.  Fylgist spennt með framhaldinu næstu daga !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband