23.4.2007 | 15:20
Fasteign óskast - hjááálp !
Það gengur hægt að finna nýjan dvalarstað. Úrvalið í mínum verðflokki er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mesta úrvalið er að finna í Fella/Hólahverfinu, en þangað langar mig ekki aftur. Sá eina íbúð á netinu sem mér leist á, kom í ljós að hún var seld fyrir lööööngu síðan. Hahaha, bara eitthvað sem hefur óvart slæðst inn hjá okkur, sagði símastúlkan hjá fasteignasölunni. Hahahah, rosa fyndið. NOT. Sé fram á að eyða vetrinum í tjaldi í Laugardalnum með þessu áframhaldi. Ekki bætir úr skák að íbúðarverð er að hækka, svo ástandið verður bara verra. Svo ef einhver veit um þokkalega 3 herbergja íbúð á svæðum 104,105,108 og 112 sem hægt er að fá fyrir slikk, látið mig vita. NB !! Má ekki vera hærra uppi en 2. hæð nema í lyftuhúsi ! Fnys, enda sennilega í gömlum verkfæraskúr án rennandi vatns...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.