Wilson Muuga - vinsæll ferðamannastaður

Wilson MuugaÍ dag ákváðum við systur að vera ferlega hallærislegar og skella okkur að skoða Wilson Muuga þar sem það kúrir í fjörunni hjá Stafnesi.  Ég og Steinka vorum voða fyndnar á leiðinni að skipinu - sungum Wilson Muuga, þarftu að kúka, þessu fer að ljúka, ég þarf að rjúka.  Við hlógum eins og vitleysingar að eigin fyndni, en dóttir mín sat í aftursætinu með hundinum, þar ríkti þögn. Við töldum víst að við værum þær einu sem hefðum fengið þessa hugmynd á annan í páskum í frekar köldu og hráslagalegu veðri.  Okkur skjátlaðist þar.  Þegar við beygðum inn Stafnesveg fannst okkur vera óvenju mikil umferð.  Vorum að leiða getur að því að fólk væri á leið í fermingarveislur eða eitthvað í þeim dúr.  Þegar við nálguðumst Wilson Muuga sáum við hvers kyns var.  Fjöldi bíla hafði lagt við veginn Hilda og Freyja kúraniður að fjörunni og hópur manna var að skoða skipið.  Það að skoða Wilson Muuga var greinilega the hottest thing ever. Við skelltum okkur að sjálfsögðu með hinum túristunum niður í fjöru og kíktum á skipið.  Frekar sérstakt að sjá það standa þarna, vísandi beint inn að landi.  Við stauluðumst svo aftur inn í bíl og keyrðum á brott, stæðið okkar var fljótt tekið af öðrum bíl.  Kannski að suðurnesjamenn ættu að gerast sniðugir og fara að selja pylsur og kók þarna.  Líka lítil minjagripaskip, sum kannski standandi í plastsjó með olíuflekk í kring.  Þetta er heitur ferðamannastaður, best að græða á þessu meðan hægt er LoL  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ! þetta eru himneskar vinkonur sem sofa þarna.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.4.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband