
Jæja, þá er ég búin að festa mér ferð til Búdapest 12.-16. október. Við Júlíana munum skella okkur þangað saman og mála borgina rauða. Ég verð að fara að horfast í augu við fíkn mína, standa upp fyrir framan hópinn og segja upphátt: Ég heiti Svava og ég er ferðafíkill (TA - travelholics anonymous fundur). Ég hugsa stanslaust um að komast í góða ferð og reyni að leyfa mér það eins oft og unnt er. Japan fyrst, svo Búdapest... og mögulega ferð til Brüssel með vinnunni

Það væri ekki svo slæmur ársskammtur. Fleiri ferðir væru vel þegnar - ef einhverjum langar að gefa mér eina ferð er ég alltaf til í tuskið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.