Risakettir og huguđ kanína

mar07 037mar07 013Ég er nú flutt inn til Helenar systur međ öll mín dýr og hafurtask.  Helen á tvo akfeita dekurketti, ţá Nóa og Runólf.  Nói er stćrsti köttur sem ég hef séđ, bakiđ á honum er um 4 fermetrar og skv. nýjustu vigtun er hann 8 kg.  Minn ástkćri Brad (kanínan) kćmist 3x fyrir inni í ţeim skrokki.  Runólfur er öllu minni en er myndarköttur međ góđa bumbu engu ađ síđur.  Vandamáliđ er bara ţađ ađ ég á kanínu, stökkmýs og skjaldböku.  Ţessar dýrategundir eru ekki sérlega vel til ţess fallnar ađ vera í góđu sambýli viđ ketti.  Enda trompađist kanínan úr hrćđslu eitt fyrsta kvöldiđ hér og spólađi um öll gólf og stappađi niđur fótunum, viđ ţađ eitt ađ sjá Runólf tölta inn í stofuna.  Dýrafansinn minn er ţví lokađur inni í bađherberginu á efri hćđinni til ađ koma í veg fyrir of náin samskipti.  Kaní fćr ađ koma niđur á í stofuna á kvöldin og hoppar ţá glöđ um í sófanum áđur en hún mar07 004sest í gamla hćgindastólinn hans pabba og kemur sér vel fyrir.  Ţessi stóll var áđur uppáhaldiđ hans Runólfs en kanínan sýndi einstakt hugrekki, hoppađi upp á arminn á stólnum, hnusađi af Runólfi og hann hljóp skelfingu lostinn í burtu Smile  Kanínan hefur tvisvar rekiđ hann úr stólnum, en ţeir félagar Nói og Runólfur hćtta sér ekki nálćgt stólnum ţegar kanínan er ţar.  Hinsvegar sitja ţeir á gólfinu og mćna á hana.... if eyes could kill....  Runólfur hefur annars tekiđ mig í sátt og mćtir nú á hverjum morgni, malar eins og bílvél og sleikir mig í framan međ sandpappírstungu.  Nói er enn hógvćr, kemur sér bara fyrir til fóta og kúrir ţar.  Ţađ verđur fjör ađ eyđa hér nćstu mánuđum í dýragarđinum W00t (ykkur til upplýsingar er Nói guli kötturinn og Runólfur sá dökki. Kanína er auđţekkjanleg á löngu eyrunum).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Smart hjá kaní kan.

Steingerđur Steinarsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband