Íbúðarsöluævintýr

Ég var aldrei búin að ná að segja alla söguna varðandi íbúðarsöluna.  Þegar ég mætti til að skrifa undir kaupsamninginn beið mín nefnilega óvænt uppákoma.  Fólkið sem var að kaupa hafði ég aldrei séð áður !!  Hjónin sem komu að skoða voru vinir þeirra, en þessi tvö höfðu aldrei séð íbúðina sjálf.  Viðurkenni að fyrst fylltist ég skelfingu - kannski voru þetta allt mistök !  Fólkið héldi sig vera að kaupa aðra íbúð eða eitthvað í þeim dúr.  Til allrar lukku var það nú ekki málið (er svo bjartsýn alltaf).  Hann reyndist vera rússneskur eisti og hún lithái.  Undrunarefni nr. 2 var svo það að þau ætluðu sér ekki að búa í íbúðinni.  Hann er verktaki og ætlaði að nota íbúðina fyrir sína menn.  Undirritun var á miðvikudegi og hann vildi gjarnan fá íbúðina á föstudaginn því "my men are coming on Friday" (borið fram með rússneskum framburði).  Mér lukkaðist að ljúka því síðasta og tæma íbúðina fyrir föstudag.  Nú búa þar amk. 3 austantjaldsverkamenn og njóta þess án efa að staulast upp á 4. hæð.  Ég er hinsvegar frí og frjáls og segi hverjum sem heyra vill að ég hafi selt rússnesku mafíunni íbúðina.  Ég er nú orðin "well connected".  Passið ykkur bara, muahahahhahahha.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Nú kak delo ? Rússkíj bíssness mjög hættulegur !  Passaðu þig að lenda ekki í leiguíbúð í Archangelsk.  Ertu viss um að rússarnir hafi ekki verið að bjóða íbúðaskipti ?

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 24.3.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband