8 stunda geymslutörn lokið !

1EF4798E069EJæja, þá er ég búin að fara í gegnum geymsluna og henda !  7 stórir svartir ruslapokar fylltir auk fjölda kassa sem farið hafa í nytjagám SORPU.  Í anda sanns umhverfisverndarsinna flokka ég allt sem hægt er að flokka og þræði því gámana á móttökustöðinni.  Þetta tók litla 8 tíma !  En geymsludótið minnkaði snarlega niður í næstum ekki neitt við þessar aðgerðir LoL  Alveg merkilegt hvað maður á mikið drasl !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur!

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 3.3.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elsku draslsafnarinn minn. Þú ert nú reyndar haldin meiri safnaraáráttu en margir aðrir en það er alltaf gott að gera hreint fyrir sínum geymsludyrum eins og þar stendur.

Steingerður Steinarsdóttir, 3.3.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Kassar í geymslu? Merkja þá með dagsetningu og ártali. Ef þú hefur ekki kíkt í hann í 3 ár þarftu sennilega aldrei á honum að halda. Beint í sorpu með hann - án þess að opna

Haraldur Rafn Ingvason, 7.3.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband