Vínkynning er málið

IMG_0541IMG_0539Síðasta föstudag var vínsmökkun í vinnunni.  Það var afar skemmtilegt að hlusta á fróðleik um vín og smakka eðalvín með meðlæti.  Boðið var upp á paté og konfekt með vínunum.  Konfektið fengum við með styrktum vínum sem eru ætluð sem eftirrréttavín.  Mmm, hvíta styrkta vínið, Muscat de Rivesaltes, var alveg rosalega gott.  Patéið var m.a. villisveppa og andapaté.  Þetta var mjög vel heppnað og ég ætla mér að nýta mér þekkinguna og kaupa eitthvað af vínunum sem við prófuðum.  Hætta kannski að velja bara vínin eftir því hvort miðinn sé flottur Smile   Ekki spillti að vínþjónninn var bráðmyndarlegur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eru vinnufylleríin farin að heita sífiliseraðra nafni núna? Múahahhahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ó indæli slarti hvað þú mundar bikarinn fagmannlega.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.3.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband