
Einkadóttirin hringdi í mig fyrr í kvöld til að segja mér hvernig henni gekk á Meistaramóti Reykjavikur 14 ára og yngri í dag. Ekki þarf að kvarta undan árangrinum, hún fékk silfrið í hástökkinu og gullið í kúluvarpinu. Þar bætti hún sig ennfremur um 29 cm og kastaði kúlunni 8,60 m. Móðurhjartað belgdist út af stolti við þessar fréttir. Keppni heldur áfram á morgun og það verður spennandi að heyra hvernig gengur þá. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá eru íþróttahæfileikarnir sennilega ekki frá mér komnir. Gekk reyndar vel í hástökkinu í ÆSK í gamla daga, en þar með endar glæsilegur íþróttaferill minn. Tja, gleymdi reyndar silfurverðlaununum í kúluvarpi stúlkna á sumarhátíð Vinnuskólans sumarið 1986. Hilda á nægjanlega mikið af verðlaunapeningum til að geta veggfóðrað með þeim

Læt fljóta með mynd af henni frá keppni í fyrra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.