Hugljúf dvöl í Himnaríki :-)

feb07 038Ég brá mér af bæ í dag með barn og stuðningsbarn og skellti mér með Steinku systur í heimsókn til Gurríar ofurbloggara uppi á Skaga.  Helen systir fékk að fljóta með uppeftir en varð fljótlega snarrugluð.  Því redduðum við snarlega með súkkulaði og kók.  Við komum færandi hendi í Himnaríki með kökur og Gurrí var ekki lengi að hita tevatn og redda kaffi úr fínu kaffivélinni.  Guðrún vinkona hennar kom skömmu síðar í heimsókn og við spjölluðum saman og nutum útsýnisins yfir sjóinn.  Við gátum einnig skoðað nýju svalirnar hennar Gurríar, sem enn er ekki hægt að komast út á nema í gegnum lítinn glugga.  Sem er fínt, ef maður er á stærð við kött.  Þegar Gurrí verður komin með dyr út á þær verða þetta feb07 059fullkomnar partísvalir.  Hún ætlar einnig að rækta þar kartöflur og koma upp þyrlupalli.  Eftir ljúfa dvöl í Himnaríki skelltum við okkur á nýopnað kaffihús þar sem við nutum góðra veitinga.  Að því loknu brunuðum við systur í bæinn með börnin, sælar og ánægðar.  Það var hugljúft að dvelja í Himnaríki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, og takk kærlega fyrir komuna! Þetta var mergjaður dagur!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið skelfing myndast ég alltaf vel.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.2.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband