10.2.2007 | 01:44
Frægur, frægari, frægastur
Látin er í Bandaríkjum Norður Ameríku kona að nafni Anna Nicole Smith, 39 ára gömul. Raunverulegt nafn hennar var Vicky Hogan. Kona þessi hafði sér helst til frægðar unnið að hafa gifst 89 ára gömlum olíumiljarðamæring þegar hún var aðeins 27 ára. Svo barðist hún árum saman fyrir því að fá eftir hann arf þegar hann hrökk upp af ári eftir brúðkaupið. Þeirri baráttu var enn ekki lokið. Hún sat fyrir í Playboy. Einnig varð hún fræg fyrir að verða feit og svo aftur mjó. Hún var sérstaklega fræg fyrir undarlega og oft vafasama hegðun sína á opinberum vettvangi sem tengja mátti við eiturlyfjanotkun. Heimsbyggðin fylltist samúð með henni í fyrra þegar hún misti einkason sinn sviplega og fréttavefir um allan heim urðu rauðglóandi þegar hún dó undir dularfullum kringumstæðum í gær. Spurningin er, hvers vegna var hún svona fræg ? Margar ungar konur hafa gifst eldri mönnum til fjár ? Margir haga sér eins og kjánar þegar þeir eru undir áhrifum ? Margir hafa fitnað og svo grennst aftur ? Anna Nicole er svipuð Paris Hilton að þessu leiti, þær eru frægar fyrir að vera frægar. Manneskjur sem elska sviðsljósið og gera allt til að halda sig þar. Munurinn á Paris og Anna Nicole er sá að sú síðarnefnda barðist af örvæntingu við að finna leiðir til að koma sér á framfæri, sú fyrri þarf bara að vera til til þess að fá athygli. En hvað skilja þessar manneskjur eftir sig ? Nákvæmlega ekki neitt. Því frægðin var bara frægðarinnar vegna. Það sem mér finnst merkilegt er hve margar svona persónur eru ljóshærðar. Goðsögninni um heimsku ljóskuna verður seint eytt úr þessum heimi, sama hve margar þeirra falla í valinn með aðstoð lyfja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.