Lost snýr aftur

Var að horfa á endursýninguna af Lost þættinum frá mánudeginum.  Fyndið, ég horfði ekki á fyrstu seríuna nema síðustu þættina, en nú er ég alveg föst yfir þessu.  Það er í rauninni lítið að gerast í hverjum þætti en samt getur maður ekki beðið eftir að fá að vita meira.  Jack og Sawyer eru eru nógu sætir til að halda manni við skjáinn líka.  Ég vona samt að framleiðendur þáttanna ætli ekki að draga það í átta seríur eða svo að segja okkur allan sannleikann.  Ef ég á að endast einhverjar seríur í viðbót þurfa þeir að setja inn eitthvað freistandi, s.s. Clive Owen. Þá skal ég horfa þó ekkert annað gerist en að hann sé á skjánum Tounge   Merkilegt annars hve vel þau hafa sloppið við sólbruna þó svo að þau hafi enga sólarvörn að bera á sig.  Og hvað ungabarnið er orðið stórt miðað við að þau eru bara búin að vera þarna í 69 daga...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Þetta eru þvílíkt ávanabindandi þættir .  Sammála ótrúlegt hvað þetta lið er með súpersterka húð gegn sólbruna og ungabarnið ..right!

Ester Júlía, 9.2.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, mæ godd. Ég tók ekki eftir þessu með ungbarnið og ekkisólbrunann. takk fyrir að eyðileggja Lost fyrir mér!!!

Hlakka samt til að sjá þig á morgun!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband